Spider-Man: Homecoming sló í gegn á opnunarhelginni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2017 20:20 Tom Holland er ekki einungis leikari heldur er hann einnig afar fær dansari. Vísir/Getty Nýjasta kvikmyndin um kóngulóarmanninn, Spider-Man: Homecoming, á vegum kvikmyndaveranna Sony og Marvel, hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum en myndin rakaði inn 117 milljónum Bandaríkjadollara í miðasölu fyrstu helgina sína í sýningu. Myndin skartar hinum 21 árs gamla Tom Holland í aðalhlutverki og færir Spiderman loksins í sama heim og hinar Marvel ofurhetjurnar, líkt og Iron-Man, Hulk og Captain America með samningi á milli Sony og Marvel en Sony á kvikmyndaréttinn af ofurhetjunni. Þetta er í þriðja sinn sem Sony blæs lífi í kóngulóarmanninn en þessi mynd er þó vinsælli heldur en forverar sínir, Spider-Man frá árinu 2002 og The Amazing Spider-Man frá árinu 2012 en Spider-Man rakaði inn 114,8 milljónum í miðasölu á opnunarhelginni á meðan hin síðarnefnda halaði inn 62 milljónum. Spider-Man: Homecoming hefur verið vel tekið meðal aðdáenda sem fagna því að Peter Parker geti barist á meðal hinna Marvel ofurhetjanna. Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Nýjasta kvikmyndin um kóngulóarmanninn, Spider-Man: Homecoming, á vegum kvikmyndaveranna Sony og Marvel, hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum en myndin rakaði inn 117 milljónum Bandaríkjadollara í miðasölu fyrstu helgina sína í sýningu. Myndin skartar hinum 21 árs gamla Tom Holland í aðalhlutverki og færir Spiderman loksins í sama heim og hinar Marvel ofurhetjurnar, líkt og Iron-Man, Hulk og Captain America með samningi á milli Sony og Marvel en Sony á kvikmyndaréttinn af ofurhetjunni. Þetta er í þriðja sinn sem Sony blæs lífi í kóngulóarmanninn en þessi mynd er þó vinsælli heldur en forverar sínir, Spider-Man frá árinu 2002 og The Amazing Spider-Man frá árinu 2012 en Spider-Man rakaði inn 114,8 milljónum í miðasölu á opnunarhelginni á meðan hin síðarnefnda halaði inn 62 milljónum. Spider-Man: Homecoming hefur verið vel tekið meðal aðdáenda sem fagna því að Peter Parker geti barist á meðal hinna Marvel ofurhetjanna.
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein