Myndin skartar hinum 21 árs gamla Tom Holland í aðalhlutverki og færir Spiderman loksins í sama heim og hinar Marvel ofurhetjurnar, líkt og Iron-Man, Hulk og Captain America með samningi á milli Sony og Marvel en Sony á kvikmyndaréttinn af ofurhetjunni.
Þetta er í þriðja sinn sem Sony blæs lífi í kóngulóarmanninn en þessi mynd er þó vinsælli heldur en forverar sínir, Spider-Man frá árinu 2002 og The Amazing Spider-Man frá árinu 2012 en Spider-Man rakaði inn 114,8 milljónum í miðasölu á opnunarhelginni á meðan hin síðarnefnda halaði inn 62 milljónum.
Spider-Man: Homecoming hefur verið vel tekið meðal aðdáenda sem fagna því að Peter Parker geti barist á meðal hinna Marvel ofurhetjanna.