Trump harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á fundi með Pútín Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2017 19:14 Donald Trump Bandaríkjaforseti sneri aftur til Bandaríkjanna í morgun. Vísir/afp Öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi og fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar gagnrýna framgöngu Donald Trump forseta á fundi með Vladimir Putin í Hamborg harðlega. Trump sagði á tísti sínu í dag að hann og Putin hafi rætt að koma á öflugri sameiginlegri netöryggissveit. Donald Trump hélt áfram að brjóta hefðir fyrri forseta Bandaríkjanna með því að ræða ekki við fréttamenn að loknum tveggja daga leiðtogafundi helstu iðnríkja heims í Hamborg í Þýskalandi, eins og fyrri forsetar hafa alltaf gert að loknum slíkum fundi. Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn þar. Í mynbandinu að neðan sést hann stíga út úr forsetaflugvélinni Airforce One í morgun í Washington. Hann reyndi þar án árangurs að aðstoða heiðursvörð við þyrluna Marine One eftir að húfa hans hafði fokið af honum. Forsetinn byrjaði hins vegar nánast um leið og heim var komið að tísta og stæra sig af góðum árangri á leiðtogafundinum í Hamborg þar sem hann átti tveggja og hálfstíma fund með Vladimir Putin Rússlandsforseta. „Putin og ég ræddum að setja saman netöryggissveit sem ekki verður hægt að brjótast inn í. Þannig að þessi hökkun á kosningum og margir aðrir neikvæðir hlutir verða undir eftirliti," var meðal tísta forsetans í dag.Putin & I discussed forming an impenetrable Cyber Security unit so that election hacking, & many other negative things, will be guarded..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 9, 2017 Þessi orð Trump vekja hins vegar litla lukku hjá öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham sem er áhrifamikill innan Repúblikanaflokksins. „Þetta er ekki heimskulegasta hugmynd sem ég hef heyrt en hún er býsna nálægt því. Trump forseti hélt mjög góða ræðu í Póllandi (á fimmtudag) en hann átti það sem ég tel vera hörmulegan fund með Putin forseta. Eftir tveggja tíma og fimmtán mínútna fund eru Tillerson og Trump tilbúnir að fyrirgefa og gleyma tölvuárásunum í bandarísku kosningunum 2016,“ sagði Graham. Forsetinn væri með hæft lið í þjóðaröryggisráði sínu og væri að gera góða hluti varðandi Afganistan, Norður Kóreu og ISIS. „En þegar kemur að Rússlandi er hann með blindan blett. Með því að fyrirgefa og gleyma tölvuárásum Putins er hann að efla Putin. Það er nákvæmlega það sem hann er að gera,“ sagði Graham. Þá er John Brennan sem var forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA frá árinu 2013 þar til Trump tók við forsetaembættinu í janúar heldur ekki sáttur við frammistöðu forsetans. Trump hafi hunsað allar ráðleggingar bandarískra njósna- og eftirlitsstofnana. „Í Varsjá, tveim dögum fyrir G20-fundinn, hélt hann áfram að efast um það mat njósna- og eftirlitsstofnana að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum. Hann efaðist líka um heilindi og getu bandarískra njósna- og eftirlitsstofnana. Þess vegna efast ég stórlega um að Pútín hafi heyrt það frá Trump sem hann þurfti að heyra um árásina á lýðræðisstofnanir okkar í kosningunum,“ segir John Brennan. Donald Trump Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi og fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar gagnrýna framgöngu Donald Trump forseta á fundi með Vladimir Putin í Hamborg harðlega. Trump sagði á tísti sínu í dag að hann og Putin hafi rætt að koma á öflugri sameiginlegri netöryggissveit. Donald Trump hélt áfram að brjóta hefðir fyrri forseta Bandaríkjanna með því að ræða ekki við fréttamenn að loknum tveggja daga leiðtogafundi helstu iðnríkja heims í Hamborg í Þýskalandi, eins og fyrri forsetar hafa alltaf gert að loknum slíkum fundi. Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn þar. Í mynbandinu að neðan sést hann stíga út úr forsetaflugvélinni Airforce One í morgun í Washington. Hann reyndi þar án árangurs að aðstoða heiðursvörð við þyrluna Marine One eftir að húfa hans hafði fokið af honum. Forsetinn byrjaði hins vegar nánast um leið og heim var komið að tísta og stæra sig af góðum árangri á leiðtogafundinum í Hamborg þar sem hann átti tveggja og hálfstíma fund með Vladimir Putin Rússlandsforseta. „Putin og ég ræddum að setja saman netöryggissveit sem ekki verður hægt að brjótast inn í. Þannig að þessi hökkun á kosningum og margir aðrir neikvæðir hlutir verða undir eftirliti," var meðal tísta forsetans í dag.Putin & I discussed forming an impenetrable Cyber Security unit so that election hacking, & many other negative things, will be guarded..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 9, 2017 Þessi orð Trump vekja hins vegar litla lukku hjá öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham sem er áhrifamikill innan Repúblikanaflokksins. „Þetta er ekki heimskulegasta hugmynd sem ég hef heyrt en hún er býsna nálægt því. Trump forseti hélt mjög góða ræðu í Póllandi (á fimmtudag) en hann átti það sem ég tel vera hörmulegan fund með Putin forseta. Eftir tveggja tíma og fimmtán mínútna fund eru Tillerson og Trump tilbúnir að fyrirgefa og gleyma tölvuárásunum í bandarísku kosningunum 2016,“ sagði Graham. Forsetinn væri með hæft lið í þjóðaröryggisráði sínu og væri að gera góða hluti varðandi Afganistan, Norður Kóreu og ISIS. „En þegar kemur að Rússlandi er hann með blindan blett. Með því að fyrirgefa og gleyma tölvuárásum Putins er hann að efla Putin. Það er nákvæmlega það sem hann er að gera,“ sagði Graham. Þá er John Brennan sem var forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA frá árinu 2013 þar til Trump tók við forsetaembættinu í janúar heldur ekki sáttur við frammistöðu forsetans. Trump hafi hunsað allar ráðleggingar bandarískra njósna- og eftirlitsstofnana. „Í Varsjá, tveim dögum fyrir G20-fundinn, hélt hann áfram að efast um það mat njósna- og eftirlitsstofnana að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum. Hann efaðist líka um heilindi og getu bandarískra njósna- og eftirlitsstofnana. Þess vegna efast ég stórlega um að Pútín hafi heyrt það frá Trump sem hann þurfti að heyra um árásina á lýðræðisstofnanir okkar í kosningunum,“ segir John Brennan.
Donald Trump Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira