Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna vill losna við formanninn Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2017 19:15 Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna. Visir/GVA Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna skorar á formann samtakanna að segja af sér og sakar hann um að hafa komið samtökunum á kaldan klaka með óhóflegum fjárútlátum án samráðs við stjórn samtakanna. Varaformaður samtakanna segir stjórnina ekki telja að formaðurinn hafi gerst sekur um lögbrot í starfi. Ólafur Arnarson hagfræðingur var kjörinn formaður Neytendasamtakanna hinn 22. október í fyrra. Hann tók einnig fljótlega við starfi framkvæmdastjóra samtakanna en var sagt upp störfum í byrjun maí. Skýringin sem var gefin var ráðningarsamningur hans hafi ekki verið borinn undir stjórnina og skuldbindingar varðandi rekstur bifreiðar hafi verið án vitneskju stjórnar. Hinn 30 júní var síðan öllum sjö starfsmönnum Neytendasamtakanna sagt upp störfum og endurskipulagning boðuð. Í dag birtist svo yfirlýsing á heimasíðu Neytendasamtakanna þar sem alvarlegar ásaknir eru settar fram á formanninn og hann hvattur til að segja af sér formennskunni. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður segir þetta hafa verið samþykkt á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. „Þessi staða er að mestu leyti tilkomin vegna óhóflegra útgjalda sem formaður samtakanna, Ólafur Arnarson, hefur efnt til án aðkomu stjórnar. Þegar stjórn varð ljóst hver staðan var lýsti hún yfir vantrausti á formanninn og skoraði á hann að stíga til hliðar. Þá hefur starfsfólk samtakanna einnig lýst yfir vantrausti á formann og biðlað til hans að segja af sér. Þrátt fyrir að formanni hafi verið gerð grein fyrir alvarleika málsins, sem hann ber að miklu leyti ábyrgð á, situr hann sem fastast,“ segir m.a. í yfirlýsingu meirihluta stjórnarinnar á vef Neytendasamtakanna. Grípa þurfi til aðgerða til að bjarga Neytendasamtökunum sem ekki verði gert með formanninn innanborðs. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður Neytendasamtakanna segir stjórnina ekki telja formanninn hafa brotið lög í starfi. „Ég sé það ekki. Nei ég get ekki séð það,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur formaður sem og öll stjórn Neytendasamtakanna eru kjörin til tveggja ára og því spurning hvort ekki sé eðlilegt að formaður sitji fram að næsta þingi á næsta ári eða boðað til aukaþings. „Það eru einhver ákvæði um að það megi efna til aukaþings. En það er ekki ljóst hvað sé hægt að gera á því aukaþingi,“ segir varaformaðurinn. Hins vegar hafi verið ákveðið að boða til félagsfundar í ágúst. „Þá ætlum við að heyra í fólki. En það eru mörg þúsund félagsmenn. Það er mjög erfitt að fá einhverja þversniðsmynd af hug allra félagsmanna,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur sé ekki grunað um að taka sér fé í eigin þágu. „Nei þetta voru náttúrlega verkefni á vegum samtakanna vissulega. En eins og í öllum rekstri þarf alltaf að gæta að jafnvægi á milli útgjalda og tekna. Það var greinilega alltaf væntingar um auknar tekjur í framtíðinni. En þegar þær væntingar standast ekki og búið er að efna til útgjaldanna þá þarf náttúrlega að grípa einhvern veginn inn i,“ segir Stefán Hrafn Jónsson. Tengdar fréttir Segja uppsagnirnar megi rekja til „óhóflegra útgjalda“ Ólafs Stjórn Neytendasamtakanna skora á formann sinn að segja af sér. 9. júlí 2017 13:39 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna skorar á formann samtakanna að segja af sér og sakar hann um að hafa komið samtökunum á kaldan klaka með óhóflegum fjárútlátum án samráðs við stjórn samtakanna. Varaformaður samtakanna segir stjórnina ekki telja að formaðurinn hafi gerst sekur um lögbrot í starfi. Ólafur Arnarson hagfræðingur var kjörinn formaður Neytendasamtakanna hinn 22. október í fyrra. Hann tók einnig fljótlega við starfi framkvæmdastjóra samtakanna en var sagt upp störfum í byrjun maí. Skýringin sem var gefin var ráðningarsamningur hans hafi ekki verið borinn undir stjórnina og skuldbindingar varðandi rekstur bifreiðar hafi verið án vitneskju stjórnar. Hinn 30 júní var síðan öllum sjö starfsmönnum Neytendasamtakanna sagt upp störfum og endurskipulagning boðuð. Í dag birtist svo yfirlýsing á heimasíðu Neytendasamtakanna þar sem alvarlegar ásaknir eru settar fram á formanninn og hann hvattur til að segja af sér formennskunni. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður segir þetta hafa verið samþykkt á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. „Þessi staða er að mestu leyti tilkomin vegna óhóflegra útgjalda sem formaður samtakanna, Ólafur Arnarson, hefur efnt til án aðkomu stjórnar. Þegar stjórn varð ljóst hver staðan var lýsti hún yfir vantrausti á formanninn og skoraði á hann að stíga til hliðar. Þá hefur starfsfólk samtakanna einnig lýst yfir vantrausti á formann og biðlað til hans að segja af sér. Þrátt fyrir að formanni hafi verið gerð grein fyrir alvarleika málsins, sem hann ber að miklu leyti ábyrgð á, situr hann sem fastast,“ segir m.a. í yfirlýsingu meirihluta stjórnarinnar á vef Neytendasamtakanna. Grípa þurfi til aðgerða til að bjarga Neytendasamtökunum sem ekki verði gert með formanninn innanborðs. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður Neytendasamtakanna segir stjórnina ekki telja formanninn hafa brotið lög í starfi. „Ég sé það ekki. Nei ég get ekki séð það,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur formaður sem og öll stjórn Neytendasamtakanna eru kjörin til tveggja ára og því spurning hvort ekki sé eðlilegt að formaður sitji fram að næsta þingi á næsta ári eða boðað til aukaþings. „Það eru einhver ákvæði um að það megi efna til aukaþings. En það er ekki ljóst hvað sé hægt að gera á því aukaþingi,“ segir varaformaðurinn. Hins vegar hafi verið ákveðið að boða til félagsfundar í ágúst. „Þá ætlum við að heyra í fólki. En það eru mörg þúsund félagsmenn. Það er mjög erfitt að fá einhverja þversniðsmynd af hug allra félagsmanna,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur sé ekki grunað um að taka sér fé í eigin þágu. „Nei þetta voru náttúrlega verkefni á vegum samtakanna vissulega. En eins og í öllum rekstri þarf alltaf að gæta að jafnvægi á milli útgjalda og tekna. Það var greinilega alltaf væntingar um auknar tekjur í framtíðinni. En þegar þær væntingar standast ekki og búið er að efna til útgjaldanna þá þarf náttúrlega að grípa einhvern veginn inn i,“ segir Stefán Hrafn Jónsson.
Tengdar fréttir Segja uppsagnirnar megi rekja til „óhóflegra útgjalda“ Ólafs Stjórn Neytendasamtakanna skora á formann sinn að segja af sér. 9. júlí 2017 13:39 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Segja uppsagnirnar megi rekja til „óhóflegra útgjalda“ Ólafs Stjórn Neytendasamtakanna skora á formann sinn að segja af sér. 9. júlí 2017 13:39