Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2017 18:46 Donald Trump yngri við opnun Trump háhýsis í Vancouver, Kanada. Vísir/Getty Sonur og nafni forseta Bandaríkjanna, Donald Trump yngri, hefur staðfest að hann hafi hitt rússneskan lögfræðing með tengsl við rússnesk stjórnvöld á síðasta ári. BBC greinir frá.Um er að ræða fyrstu staðfestu fregnirnar af fundi einhvers úr innsta hring forsetans með aðila tengdum rússneskum stjórnvöldum. Robert Mueller, hinn sérstaki saksóknari bandarísku alríkislögreglunnar, fer nú með rannsókn á meintum tengslum Rússa við kosningateymi Bandaríkjaforseta sem og rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Trump hitti fyrir lögfræðinginn Nataliu Veselnitskaya í háhýsi Trump ásamt þeim Jared Kushner, tengdasyni Trump eldri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra föður hans, þann 9. júní 2016, einungis tveimur vikum eftir að faðir hans hafði hlotið útnefningu repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi. Í tilkynningu frá Trump yngri segir að á fundinum hafi einungis verið rætt um ættleiðingastefnu Rússlands og ákvörðun Rússa um að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn. Ekki hafi verið minnst á kosningabaráttu föður hans og enginn fundur hafi átt sér stað eftir þennan. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ákvað árið 2012 að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn geti ættleitt rússnesk börn, eftir að bandaríska þingið samþykkti lög sem kveða á um að yfirvöldum þar í landi sé heimilt að frysta eignir rússneskra aðila sem taldir eru tengjast mannréttindabrotum. Vesalnitskaya hefur gegnt lykilhlutverki í að berjast gegn þeirri lagasetningu Pútín, segir að ekki hafi verið rætt um forsetakosningarnar á umræddum fundi. „Ég hef aldrei gengið erinda rússneskra stjórnvalda og ég hef aldrei rætt þetta mál við nokkurn fulltrúa rússnesku ríkisstjórnarinnar.“Uppfært klukkan 22:40: Samkvæmt heimildum New York Times var Trump yngri lofað að honum yrði látið í tjé skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda demókrata. Ekki er ljóst hvort að Veselnitskaya hafi raunverulega haft viðkomandi gögn undir höndum né hvort hún hafi þá látið Trump hafa þau. Trump hafi þó búist við því þegar hann mætti á fundinn. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flesti ríki Bandaríkjanna neita að afhenda gögn um kjósendur Fjörutíu og fjögur af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna vilja ekki verða við beiðni "kosningasvindlsnefndar“ Donalds Trump um persónuupplýsingar um kjósendur í ríkjunum. 4. júlí 2017 19:04 Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að trufla bandarísku forsetakosningarnar Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 6. júlí 2017 20:00 Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag. 7. júlí 2017 18:48 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Sonur og nafni forseta Bandaríkjanna, Donald Trump yngri, hefur staðfest að hann hafi hitt rússneskan lögfræðing með tengsl við rússnesk stjórnvöld á síðasta ári. BBC greinir frá.Um er að ræða fyrstu staðfestu fregnirnar af fundi einhvers úr innsta hring forsetans með aðila tengdum rússneskum stjórnvöldum. Robert Mueller, hinn sérstaki saksóknari bandarísku alríkislögreglunnar, fer nú með rannsókn á meintum tengslum Rússa við kosningateymi Bandaríkjaforseta sem og rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Trump hitti fyrir lögfræðinginn Nataliu Veselnitskaya í háhýsi Trump ásamt þeim Jared Kushner, tengdasyni Trump eldri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra föður hans, þann 9. júní 2016, einungis tveimur vikum eftir að faðir hans hafði hlotið útnefningu repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi. Í tilkynningu frá Trump yngri segir að á fundinum hafi einungis verið rætt um ættleiðingastefnu Rússlands og ákvörðun Rússa um að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn. Ekki hafi verið minnst á kosningabaráttu föður hans og enginn fundur hafi átt sér stað eftir þennan. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ákvað árið 2012 að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn geti ættleitt rússnesk börn, eftir að bandaríska þingið samþykkti lög sem kveða á um að yfirvöldum þar í landi sé heimilt að frysta eignir rússneskra aðila sem taldir eru tengjast mannréttindabrotum. Vesalnitskaya hefur gegnt lykilhlutverki í að berjast gegn þeirri lagasetningu Pútín, segir að ekki hafi verið rætt um forsetakosningarnar á umræddum fundi. „Ég hef aldrei gengið erinda rússneskra stjórnvalda og ég hef aldrei rætt þetta mál við nokkurn fulltrúa rússnesku ríkisstjórnarinnar.“Uppfært klukkan 22:40: Samkvæmt heimildum New York Times var Trump yngri lofað að honum yrði látið í tjé skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda demókrata. Ekki er ljóst hvort að Veselnitskaya hafi raunverulega haft viðkomandi gögn undir höndum né hvort hún hafi þá látið Trump hafa þau. Trump hafi þó búist við því þegar hann mætti á fundinn.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flesti ríki Bandaríkjanna neita að afhenda gögn um kjósendur Fjörutíu og fjögur af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna vilja ekki verða við beiðni "kosningasvindlsnefndar“ Donalds Trump um persónuupplýsingar um kjósendur í ríkjunum. 4. júlí 2017 19:04 Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að trufla bandarísku forsetakosningarnar Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 6. júlí 2017 20:00 Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag. 7. júlí 2017 18:48 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Flesti ríki Bandaríkjanna neita að afhenda gögn um kjósendur Fjörutíu og fjögur af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna vilja ekki verða við beiðni "kosningasvindlsnefndar“ Donalds Trump um persónuupplýsingar um kjósendur í ríkjunum. 4. júlí 2017 19:04
Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að trufla bandarísku forsetakosningarnar Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 6. júlí 2017 20:00
Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag. 7. júlí 2017 18:48