Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Donald Trump segir að hann og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi rætt um að koma á sameiginlegri netöryggissveit á fundi þeirra í Hamborg samhliða ráðstefnu þjóðarleiðtoga G20 ríkjanna. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við fjöllum líka um aukna ferðagleði Íslendinga en tæplega þrjú hundruð þúsund Íslendingar hafa farið út útlanda það sem af er ári. Styrking krónunnar spilar þar stórt hlutverk.

Í fréttatímanum verður fjallað um deilur innan Neytendasamtakanna en samtökin eru að verða óstarfhæf vegna innbyrðis ágreinings. Meirihluti stjórnar skorar á formanninn að segja af sér.

Þá verður rætt við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta en hún segir baráttu sína fyrir endurheimt votlendis tróna á toppnum þegar hún lítur um öxl yfir ævistarf sitt.

Fréttastofan leit líka við á Árbæjarsafni en gestir safnsins gátu í dag kynnt sér starfshætti fortíðar, eins og að vinna ull og þvo þvott á gamla mátann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×