Fótbolti

Bandaríkin gerðu jafntefli í Gullbikarnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Jóhannsson í leik með bandaríska landsliðinu.
Aron Jóhannsson í leik með bandaríska landsliðinu. Vísir/getty
Bandaríska landsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Panama í Gullbikarnum í gær. Þetta var í fyrsta skipti sem Bandaríkjunum tekst ekki að vinna opnunarleik sinn í Gullbikarnum.

Gullbikarinn er álfukeppni Ameríkulanda og er haldinn af CONCACAF, knattspyrnusambandi Norður- og Mið Ameríku og Karíbahafsins. Keppnin í ár er haldin í Bandaríkjunum.

Bandaríkjamenn hafa unnið keppnina fimm sinnum en Mexíkó hefur unnið oftast allra, eða sjö sinnum.

Liðið spilaði ekki vel í gær og var markmaður liðsins, Brad Guzan, maður leiksins. Það var að miklu leiti honum að þakka að Bandaríkjamenn töpuðu ekki leiknum í gær. 

Kellyn Acosta, leikmaður Bandaríkjanna, var óánægður með spilamennsku liðsfélaga sinna og tísti að frammistaðan hafi verið ömurleg.





Aron Jóhannsson komst ekki í leikmannahóp Bandaríska landsliðsins fyrir mótið.


Tengdar fréttir

Mexíkó vann Gullbikarinn

Mexíkó vann Gullbikarinn, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku, í nótt eftir öruggan 3-1 sigur á Jamaíku í úrslitaleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×