Breyttar neysluvenjur ferðamanna bitni á landsbyggðinni Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. júlí 2017 12:53 Edward Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur við rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir að ferðamenn munu neyðast til að stytta dvöl sína hérlendis vegna verðlags og þar af leiðandi takmarka heimsóknarstaði innanlands. Edward hefur stundað rannsóknir á íslenskri ferðaþjónustu um árabil en hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Talið barst að háu verðlagi hér innalands en greint hefur verið frá því að hærra verðlag vegna styrkingar krónu hafi haft neikvæð áhrif á upplifun erlendra ferðamanna sem hingað koma. Edward segir að verðlag sé ekki aðal áhrifaþátturinn þegar ferðamenn taka ákvörðun um að koma hingað. Verðlag hafi fyrst og fremst áhrif á neyslumynstrið.Edward H. Huijbens.„Auðvitað blöskrar fólki þegar það sér reikninginn á veitingastaðnum en það sem gerist er það að fólk rýkur ekki úr landi og segir „Það þýðir ekkert að fara til Íslands, það er of dýrt,“ segir Edward. Fólk er hins vegar líklegra til að eyða minna þegar hingað er komið. „Fólk dvelur skemur því hér er dýrt að vera. Það hugsar: „Ég tek þetta bara á nokkrum dögum og flýti mér.“ Menn velja aðra gistimöguleika, fara heldur í airbnb eða Kúkú Campers-bíla sem menn sjá nú um allar koppagrundir því það er ódýrara en að vera á hóteli og menn versla meira í Bónus en að fara út að borða,“ segir Edward. Honum hefur verið tjáð af hóteleigendum að gestir séu „hættir að fá sér vínglas með matnum“ eins og þeir gerðu fyrr þegar verðlagið var ódýrara. Fólk muni þó halda áfram að koma. Edward segir að það sem er einna verst við að fólk breyti neyslumynstrinu er að dvöl þess verður skemmri. „Það hefur afgerandi áhrif fyrir restina af landinu utan suðvesturhornsins. Það er vegna þess að allir túristar sem hingað koma fara í gegnum Keflavík og þaðan komast þeir nær ekkert nema á einkabíl,“ sagði Edward Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna Um milljón ferðamenn hafa komið til landsins það sem af er ári. 8. júlí 2017 14:14 Ferðamenn óánægðari með dvöl sína á Íslandi Frakkar og Bretar eru óánægðastir. 8. júlí 2017 07:56 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Edward Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur við rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir að ferðamenn munu neyðast til að stytta dvöl sína hérlendis vegna verðlags og þar af leiðandi takmarka heimsóknarstaði innanlands. Edward hefur stundað rannsóknir á íslenskri ferðaþjónustu um árabil en hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Talið barst að háu verðlagi hér innalands en greint hefur verið frá því að hærra verðlag vegna styrkingar krónu hafi haft neikvæð áhrif á upplifun erlendra ferðamanna sem hingað koma. Edward segir að verðlag sé ekki aðal áhrifaþátturinn þegar ferðamenn taka ákvörðun um að koma hingað. Verðlag hafi fyrst og fremst áhrif á neyslumynstrið.Edward H. Huijbens.„Auðvitað blöskrar fólki þegar það sér reikninginn á veitingastaðnum en það sem gerist er það að fólk rýkur ekki úr landi og segir „Það þýðir ekkert að fara til Íslands, það er of dýrt,“ segir Edward. Fólk er hins vegar líklegra til að eyða minna þegar hingað er komið. „Fólk dvelur skemur því hér er dýrt að vera. Það hugsar: „Ég tek þetta bara á nokkrum dögum og flýti mér.“ Menn velja aðra gistimöguleika, fara heldur í airbnb eða Kúkú Campers-bíla sem menn sjá nú um allar koppagrundir því það er ódýrara en að vera á hóteli og menn versla meira í Bónus en að fara út að borða,“ segir Edward. Honum hefur verið tjáð af hóteleigendum að gestir séu „hættir að fá sér vínglas með matnum“ eins og þeir gerðu fyrr þegar verðlagið var ódýrara. Fólk muni þó halda áfram að koma. Edward segir að það sem er einna verst við að fólk breyti neyslumynstrinu er að dvöl þess verður skemmri. „Það hefur afgerandi áhrif fyrir restina af landinu utan suðvesturhornsins. Það er vegna þess að allir túristar sem hingað koma fara í gegnum Keflavík og þaðan komast þeir nær ekkert nema á einkabíl,“ sagði Edward Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna Um milljón ferðamenn hafa komið til landsins það sem af er ári. 8. júlí 2017 14:14 Ferðamenn óánægðari með dvöl sína á Íslandi Frakkar og Bretar eru óánægðastir. 8. júlí 2017 07:56 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna Um milljón ferðamenn hafa komið til landsins það sem af er ári. 8. júlí 2017 14:14