Innlent

Íslendingar aðeins einu sinni ferðast meira

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það hefur verið margt um manninn í Leifsstöð að undanförnu.
Það hefur verið margt um manninn í Leifsstöð að undanförnu. Vísir/Eyþór
Rúmlega 62 þúsund Íslendingar innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í nýliðnum júnímánuði.

Túristi greinir frá því að aðeins einu sinni hafa fleiri Íslendingar flogið til útlanda í einum mánuði. Það var í júní í fyrra þegar þjóðin fjölmennti á Evrópumótið í knattspyrnu sem fram fór í Frakklandi.

Þá fórum 5000 fleiri Íslendingar til útlanda en í liðnum mánuði.

Íslendingar hafa verið ferðaglaðir það sem af er ári og komast þrír mánuðir í ár á lista þeirra 10 mánaða sem þjóðin hefur ferðast mest.

Það eru apríl, maí og svo júní sem fyrr segir.

Töflu Túrista má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×