Sport

Robert Whittaker sigraði Yoel Romero á UFC 213

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Robert Whittaker með beltið.
Robert Whittaker með beltið. Vísir/Getty
Robert Whittaker átti frábæra frammistöðu í nótt er hann sigraði Yoel Romero. Whittaker sigraði Romero eftir dómaraákvörðun í aðalbardaga UFC 213.

Þeir Robert Whittaker og Yoel Romero voru óvænt í aðalbardaga kvöldsins. Þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko áttu upphaflega að vera í aðalbardaga kvöldsins en Nunes gat ekki keppt vegna veikinda.

Bardagi Whittaker og Romero var upp á bráðabirgðartitilinn (e. interim title) í millivigtinni en meistarinn Michael Bisping er fjarverandi vegna meiðsla. Þetta eru tveir af þeim bestu í millivigtinni og ríkti mikil spenna fyrir viðureigninni.

Romero byrjaði bardagann betur og vann fyrstu tvær loturnar. Eftir það tók Whittaker yfir bardagann á meðan Romero fjaraði út. Whittaker vann síðustu þrjár loturnar og vann eftir dómaraákvörðun, 48-47, hjá öllum þremur dómurunum.

Whittaker mætir Michael Bisping síðar á þessu ári og verða beltin þá sameinuð. Þetta var sjöundi sigur Whittaker í röð í millivigtinni og á þessi 26 ára Ástrali fyllilega skilið að vera á þeim stað sem hann er á í dag.

Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×