Fótbolti

Leikmaður Ajax hneig niður í vináttuleik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nouri hneig niður í miðjum seinni hálfleik.
Nouri hneig niður í miðjum seinni hálfleik. Mynd/Getty
Abdelhak Nouri, leikmaður hollenska liðsins Ajax, hneig niður í æfingaleik liðsins gegn Werder Bremen sem fram fór í Austurríki í gær. Hann var fluttur á sjúkrahús með þyrlu.

Miðjumaðurinn er aðeins tvítugur og á að baki níu deildarleiki fyrir Ajax. Hann var í hópnum sem fór til Stokkhólms til að spila úrslitadeild Evrópudeildar UEFA gegn Manchester United í maí, en kom ekki við sögu í leiknum.

Ajax sendi frá sér tilkynningu varðandi málið á Twitter. „Sjúkraþyrla lenti á vellinum. Það var talað um hjartatruflanir. Ástand hans er stöðugt“.

Atvikið átti sér stað í síðari hálfleik leiksins og var hann flautaður af í kjölfarið.





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×