Innlent

Sex bíla árekstur í Ártúnsbrekku

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sex bílar skullu saman.
Sex bílar skullu saman. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Tvö umferðarslys urðu með stuttu millibili við Ártúnsbrekku og á Reykjanesbraut á sjötta tímanum í dag.

Sex bíla árekstur varð í Ártúnsbrekku nú á sjötta tímanum í kvöld. Kristófer Sæmundsson, varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir slysið ekki hafa verið alvarlegt og að ekki hafi þurft að flytja neinn hlutaðeigandi á sjúkrahús.

Fimm bílar voru fluttir á brott með dráttarbíl. Tildrög slyssins voru þau að ein bifreiðin, sem var á austurleið, hægði mikið á sér er ökumaðurinn hugðist skipta um akrein til hægri og bifreiðum fyrir aftan hann lenti því saman.

Þá varð annað slys skammt frá á Reykjanesbraut er mótorhjólamaður, sem kom að Vesturlandsvegi, lenti utan vegar og féll af hjóli sínu. Hann var fluttur með sjúkrabíl af vettvangi.

Hlúð var að mótorhjólamanninum á vettvangi og hann síðar fluttur á sjúkrahús.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×