Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Öll G20 ríkin nema Bandaríkin skrifuðu undir yfirýsingu um að unnið verði eftir Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum á fundi G20 ríkjanna í  Hamborg í dag. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við fjöllum líka um aðgerðir lögreglu í fíkniefnamálum en á fimmtudag stöðvaði lögreglan tvær umfangsmiklar kannabisræktanir og lagði hald á um fimm hundruð kannabisplöntur.

Í fréttatímanum verður rætt við Lilju Rafney Magnúsdóttur alþingismann sem lenti í alvarlegu bílslysi í Vestfjarðargöngum í gær en hún var flutt í sjúkraflugi ásamt dóttur sinni á Landspítalann. Lilja Rafney segir að einbreið göng, eins og Vestfjarðargöng eru að hluta, séu slysagildrur og barn síns tíma.

Þá fjöllum við áfram um saurmengun við Faxaskjól í Reykjavík. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti ekki um skólplosun við dælustöðina í Faxaskjóli að eigin frumkvæði því eftirlitið taldi að losunin skapaði enga hættu fyrir almenning.

Þá verður rætt við Ómar Ragnarsson sem var að gefa út nýja plötu á áttræðisaldri og hyggst fylgja henni eftir með hringferð í kringum landið á vespu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×