Fótbolti

Íslendingaliðið Hammarby með sigur í sænsku deildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór er fyrirliði sænska liðsins Hammarby.
Arnór er fyrirliði sænska liðsins Hammarby. vísir/getty
Íslendingaliðið Hammarby fór með sigur á Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Arnór Smárason, Birkir Már Sævarsson og Ögmundur Kristinsson voru allir í byrjunarliðinu hjá Hammarby í dag. Hjörtur Logi Valgarðsson byrjaði á bekknum fyrir Örebro en kom inn á fyrir Victor Sköld á 69. mínútu.

Hammarby vann leikinn 3-1. Daninn Fredrik Torsteinbo skoraði fyrsta mark leiksins á fertugustu mínútu og bætti Dibba Pa við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Örebro klóraði í bakkann á 83. mínútu með marki frá Brendan Hines-Ike.

Hammarby eru í sjöunda sæti deildarinnar eftir 14 leiki, tíu stigum á eftir toppliði MalmöÖrebro er í tíunda sæti með 18 stig, þrettán stigum frá toppnum.


Tengdar fréttir

Hammarby á góðri siglingu

Íslendingaliðið Hammarby heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Arnór lagði upp bæði mörk Hammarby

Arnór Smárason lagði upp bæði mörk Hammarby í 2-2 jafntefli gegn Jönköpings Södra í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×