Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2017 13:21 Theresa May og Donald Trump takast hér í hendur á fundinum í dag. Vísir/getty Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin þar sem Bandaríkjaforseti þrýstir á ákvæði um notkun jarðefnaeldsneytis. Forsetinn segir öflugan viðskiptasamning við Breta í burðarliðnum og gengið verði frá honum bráðlega. Mjög róstursamt hefur verið í Hamborg í Þýskalandi vegna leiðtogafundarins. Mótmælendur hafa hindrað umferð um götur eins nálægt fundarstaðnum og þeir geta með því að setjast þvert yfir þær eða með því að kveikja elda. Á annan tug bifreiða voru brenndar í gær og fyrrinótt en fjölmennt lögreglulið hefur meðal annars beitt öflugum vatnsbyssum á mótmælendur. Á annað hundrað manns hafa slasast í átökum mótmælenda og lögreglu og hátt í hundrað manns verið handteknir. Í morgun leitaði lögregla að vopnum á mótmælendum í búðum þeirra í Altona almenningsgarðinum. Leiðtogarnir hafa notað tækifærið og átt fjölmarga hliðarfundi með öðrum leiðtogum. Angela Merkel kanslari Þýskalands, Vladimir Putin forseti Rússlands og Emmanuel Macron forseti Frakklands funduðu í morgun um ástandið í austurhluta Úkraínu og sammældust um að koma þyrfti á vopnahléi þar á grundvelli Minsk-friðarsamkomulagsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Theresa May forsætisráðherra Bretlands áttu tvíhliða viðræður og mættu leiðtogarnir með all stóran hóp með sér eins og viðskiptaráðherra landanna. Trump sagði viðræður þeirra hafa verið stórkostlegar og engin lönd hefðu í langan tíma staðið nær hvort öðru en Bandaríkin og Bretland. Hann og May væru að vinna að viðskiptasamningi milli ríkjanna, sem yrði mjög, mjög stór og öflugur, frábær fyrir bæði ríkin og hann teldi að samningurinn yrði mjög fljótlega að veruleika. Bretar geta hins vegar ekki gert fríverslunarsamninga við önnur ríki á meðan þeir eru enn innan Evrópusambandsins þar sem sambandið fer með samningsumboð aðildarríkjanna. En ef Bandaríkin og Bretland ná að gera samning fyrr sem ekki tæki gildi fyrr en að lokinni útgöngu gæti slíkur samningur reynst May tromp í samningum við Evrópusambandið um aðgang að innri markaði þess eftir útgönguna. Donald Trump Tengdar fréttir Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23 Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta. 7. júlí 2017 19:15 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira
Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin þar sem Bandaríkjaforseti þrýstir á ákvæði um notkun jarðefnaeldsneytis. Forsetinn segir öflugan viðskiptasamning við Breta í burðarliðnum og gengið verði frá honum bráðlega. Mjög róstursamt hefur verið í Hamborg í Þýskalandi vegna leiðtogafundarins. Mótmælendur hafa hindrað umferð um götur eins nálægt fundarstaðnum og þeir geta með því að setjast þvert yfir þær eða með því að kveikja elda. Á annan tug bifreiða voru brenndar í gær og fyrrinótt en fjölmennt lögreglulið hefur meðal annars beitt öflugum vatnsbyssum á mótmælendur. Á annað hundrað manns hafa slasast í átökum mótmælenda og lögreglu og hátt í hundrað manns verið handteknir. Í morgun leitaði lögregla að vopnum á mótmælendum í búðum þeirra í Altona almenningsgarðinum. Leiðtogarnir hafa notað tækifærið og átt fjölmarga hliðarfundi með öðrum leiðtogum. Angela Merkel kanslari Þýskalands, Vladimir Putin forseti Rússlands og Emmanuel Macron forseti Frakklands funduðu í morgun um ástandið í austurhluta Úkraínu og sammældust um að koma þyrfti á vopnahléi þar á grundvelli Minsk-friðarsamkomulagsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Theresa May forsætisráðherra Bretlands áttu tvíhliða viðræður og mættu leiðtogarnir með all stóran hóp með sér eins og viðskiptaráðherra landanna. Trump sagði viðræður þeirra hafa verið stórkostlegar og engin lönd hefðu í langan tíma staðið nær hvort öðru en Bandaríkin og Bretland. Hann og May væru að vinna að viðskiptasamningi milli ríkjanna, sem yrði mjög, mjög stór og öflugur, frábær fyrir bæði ríkin og hann teldi að samningurinn yrði mjög fljótlega að veruleika. Bretar geta hins vegar ekki gert fríverslunarsamninga við önnur ríki á meðan þeir eru enn innan Evrópusambandsins þar sem sambandið fer með samningsumboð aðildarríkjanna. En ef Bandaríkin og Bretland ná að gera samning fyrr sem ekki tæki gildi fyrr en að lokinni útgöngu gæti slíkur samningur reynst May tromp í samningum við Evrópusambandið um aðgang að innri markaði þess eftir útgönguna.
Donald Trump Tengdar fréttir Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23 Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta. 7. júlí 2017 19:15 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira
Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23
Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta. 7. júlí 2017 19:15
Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49