Gert er ráð fyrir því að aðalmeðferð yfir Aldo fari fram í ágúst.
Fréttablaðið greindi fyrst frá meintum svikum Halldórs nú þann 18. mars síðastliðinn en þá sagði Bergljót Snorradóttir farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti við hann.

Í kjölfarið ræddi Fréttablaðið við fleira fólk sem taldi sig hlunnfarið í viðskiptum við Halldór.
Sjá einnig: Alræmdur svikari kominn á stjá: Reyndi að leigja hús sem hann á ekki
Í greinargerð lögreglu eru talin upp níu mál sem hún hefur haft til rannsóknar um meint brot Halldórs. Snúa þau að fjársvikum og fjárdrætti meðal annars en upphæðirnar sem Halldór er talinn hafa svikið út úr fólki nema allt að 1,3 milljónum króna.
Að sögn lögreglu beinist hin meintu brot Halldórs oft að fólki sem sé í erfiðri aðstöðu vegna erfiðs leigumarkaðar og um sé að ræða brotahrinu sem verði að stöðva.