Innlent

Ráðist á öryggis- og dyraverði í miðborginni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglubíll á Hverfisgötu en lögreglan þurfti að hafa afskipti af árásarmanni á Laugavegi.
Lögreglubíll á Hverfisgötu en lögreglan þurfti að hafa afskipti af árásarmanni á Laugavegi. Vísir/KTD
Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur í nótt. Annars vegar var ráðist á dyravörð á veitingahúsi við Austurstræti á þriðja tímanum og hins vegar á öryggisvörð verslunar á Laugavegi um klukkan 5. Báðir árásarmennirnir voru í annarlegu ástandi og voru handteknir og vistaðir í fangageymslu.

Ekki er vitað um meiðsl þeirra sem urðu fyrir barðinu á mönnunum.

Þá voru hið minnsta 9 ökumenn stöðvaðir á Höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa.

Þannig var einn ökumaður stöðvaður í Spönginni skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Sá er grunaður um akstur undir áhrifum fíknefna og vörslu fíkniefna. Í bifreið hans fundust einnig rúmlega tuttugu flöskur af landa og viðurkenndi ökumaðurinn sölu áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×