Innlent

Lögreglan óskar eftir aðstoð almennings í baráttunni við barnaníð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Munur sem Europol telur að tengist barnaníði.
Munur sem Europol telur að tengist barnaníði. europol
Evrópulögreglan, Europol, biður almenning um aðstoð við að greina muni og/eða staði á vefsíðu sinni sem tengjast barnaníði en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deilir þessi aðstoð Europol um beiðni á Facebook-síðu sinni.

Á síðu Europol er að finna marga muni og staði sem rannsóknir lögreglu hafa leitt í ljós að tengist barnaníði. Lögreglan þarf þó aðstoð við að greina hvaðan munirnir eru og hvar staðirnir eru og er hægt að senda inn nafnlausa ábendingu á vef Europol, telji maður sig búa yfir vitneskju sem gæti komið að gagni.

Leiðbeiningar um hvernig á að senda inn ábendingu má finna á vefsíðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×