Innlent

Átta saknað eftir að fjölbýlishús hrundi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Slökkvilið vinnur við björgunaraðgerðir á svæðinu.
Slökkvilið vinnur við björgunaraðgerðir á svæðinu. Vísir/epa
Fimm hæða fjölbýlishús hrundi saman snemma í morgun í grennd við borgina Napólí í suðurhluta Ítalíu. Unnið er að því að grafa í rústunum en talið er að allt að átta manns gætu setið þar fastir. AP-fréttaveitan greinir frá.

Fjölbýlishúsið er staðsett í bænum Torre Annunziata, nokkrum kílómetrum frá fornleifauppgreftrinum í Pompeii. Vitni á staðnum segjast ekki hafa heyrt sprengingu af neinu tagi áður en byggingin hrundi. Myndir af svæðinu sýna að hluti fjölbýlishússins hefur hrunið og nokkrar íbúðir standa nú berar.

Sporhundar hafa verið fengnir við leit að fólki, sem gæti verið grafið undir rústunum, en um þrjátíu manns eru að störfum á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×