KR vann í Finnlandi og mætir Viðari Erni og félögum í næstu umferð Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. júlí 2017 17:51 Pálmi Rafn Pálmason skoraði fyrra markið. vísir/anton brink KR er komið áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í fótbolta eftir glæsilegan 2-0 sigur á SJK Seinäjoen frá Finnlandi í seinni leik liðanna sem fram fór ytra í dag. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli í vesturbænum þar sem KR var miklu betra liðið en í dag tókst lærisveinum Willums Þórs Þórssonar að nýta færin og koma sér örugglega áfram. Markalaust var í hálfleik en Pálmi Rafn Pálmason kom KR yfir á 51. mínútu og danski framherjinn Tobias Thomsen gulltryggði sigurinn í leiknum og í einvíginu með öðru marki gestanna á 83. mínútu. KR mætir næst ísraelska stórliðinu Maccabi Tel Aviv en með því leikur íslenski landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson sem var markakóngur í ísraelsku deildinni á síðustu leiktíð. Fyrri leikurinn fer fram í Ísrael 13. júlí en sá síðari á Alvogen-vellinum 20. júlí.FT: SJK 0-2 KRKR fer til Ísrael og mætir Maccabi Tel Aviv Ertu klár @Vidarkjartans ?#AllirSemEinn— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) July 6, 2017 Evrópudeild UEFA
KR er komið áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í fótbolta eftir glæsilegan 2-0 sigur á SJK Seinäjoen frá Finnlandi í seinni leik liðanna sem fram fór ytra í dag. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli í vesturbænum þar sem KR var miklu betra liðið en í dag tókst lærisveinum Willums Þórs Þórssonar að nýta færin og koma sér örugglega áfram. Markalaust var í hálfleik en Pálmi Rafn Pálmason kom KR yfir á 51. mínútu og danski framherjinn Tobias Thomsen gulltryggði sigurinn í leiknum og í einvíginu með öðru marki gestanna á 83. mínútu. KR mætir næst ísraelska stórliðinu Maccabi Tel Aviv en með því leikur íslenski landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson sem var markakóngur í ísraelsku deildinni á síðustu leiktíð. Fyrri leikurinn fer fram í Ísrael 13. júlí en sá síðari á Alvogen-vellinum 20. júlí.FT: SJK 0-2 KRKR fer til Ísrael og mætir Maccabi Tel Aviv Ertu klár @Vidarkjartans ?#AllirSemEinn— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) July 6, 2017
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“