Innlent

Ólafur og Yngvi stýra FÁ og MR tímabundið

Samúel Karl Ólason skrifar
Yngvi Pétursson.
Yngvi Pétursson. Vísir/Stefán
Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað skólameistara fjögurra framhaldsskóla. Um er að ræða Menntaskólann á Ísafirði, Framhaldsskólinn á Húsavík, Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Menntaskólann í Reykjavík.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Hildur Halldórsdóttir hefur verið settur skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, tímabundið í eitt ár á meðan Jón Reynir Sigurvinsson, er í námsleyfi.

Þá hefur Herdís Þuríður Sigurðardóttir verið sett í embætti skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík til eins ár.

Búið er að auglýsa stöður skólameistara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og í Menntaskólanum í Reykjavík, en umsóknarfresturinn rennur út þann 8. ágúst. Þar til ráðið hefur verið í stöðurnar mun Ólafur H. Sigurjónsson stýra FÁ og Yngvi Pétursson mun stýra MR.


Tengdar fréttir

Ekki á dagskrá að sameina MR og Kvennó

Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, segir að ekkert sé til í vangaveltum um að sameina eigi Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann.

MR-ingar auglýsa sjálfir eftir nýjum rektor

Í auglýsingunni, sem birtist í morgun á smáauglýsingasíðu Fréttablaðsins, eru umsækjendur beðnir að senda umsóknir sínar á netfang menntamálaráðherra.

Óttast sameiningu MR og Kvennaskóla

Staða rektors Menntaskólans í Reykjavík hefur ekki verið auglýst. Meira en mánuður síðan núverandi rektor tilkynnti um starfslok sín. Fyrrverandi rektor MR óttast frekari skólasameiningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×