Innlent

Íslenskar konur hlutu flest verðlaun á alþjóðlegri hátíð frumkvöðlakvenna

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Sandra Mjöll Jónsdóttir hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar.
Sandra Mjöll Jónsdóttir hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar. Vísir/Eyþór
Íslenskar konur komu, sáu og sigruðu á hátíð Alþjóðasamtaka uppfinninga- og frumkvöðlakvenna í síðustu viku þegar þær hlutu flest verðlaun hátíðarinnar. Hátíðin var haldin á Bari á Ítalíu. Þetta kemur fram inn á vefsíðu Samtaka iðnaðarins.

Sigrún Lára Shanko, textíllistamaður og stofnandi fyrirtækisins Shanko Rugs/Elívogar ehf, hlaut tvenn verðlaun á hátíðinni og Sandra Mjöll Jónsdóttir, stofnandi líftæknifyrirtækisins Platome, vann aðalverðlaun hátíðarinnar fyrst íslenskra kvenna.

Þá hlutu Hjördís Sigurðardóttir, stofnandi Aldin Biodome Reykjavík, Margrét Júlíana Sigurðardóttir, stofnandi Mussila, og dr. Þorbjörg Jensdóttir, stofnandi Hap+ einnig verðlaun á hátíðinni.

KVENN, félag kvenna í nýsköpun á Íslandi, tilnefndi konurnar til þátttöku en alls voru fimmtán verðlaun veitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×