Innlent

31 sóttu um stöður skrifstofustjóra

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda. Vísir/Ernir
Alls barst 31 umsókn um embætti tveggja skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu sem auglýst voru laus til umsóknar 16. júní síðastliðinn.

Í frétt á vef dómsmálaráðuneytisins segir að ráðherra hafi skipað þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda í samræmi við lög um Stjórnarráð Íslands. 

Umsækjendur eru:

  • Berglind Bára Sigurjónsdóttir, lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis
  • Birna Ágústsdóttir, lögfræðingur hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra
  • Björn Rögnvaldsson, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Brynhildur Þorgeirsdóttir,  viðskiptafræðingur í dómsmálaráðuneytinu
  • Dagmar Sigurðardóttir, lögfræðingur hjá Ríkiskaupum
  • Elín Valdís Þorsteinsdóttir, lögfræðingur, deildarstjóri á nefndasviði Alþingis
  • Gísli Rúnar Gíslason, lögfræðingur hjá embætti tollstjóra
  • Gunnhildur Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Íbúðalánasjóði  
  • Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur hjá Barnaverndarstofu
  • Helgi Valberg Jensson, lögfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu ríkisins
  • Hildur Dungal, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu
  • Ingibjörg Lárusdóttir, lögfræðingur hjá Icelandair
  • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, viðskiptafræðingur hjá KES ehf
  • Kristín Helga Markúsdóttir, lögfræðingur hjá Samgöngustofu
  • Kristján Sturluson, viðskiptafræðingur (MBA) í dómsmálaráðuneytinu
  • Laufey Kristjánsdóttir, lögfræðingur
  • Margrét María Sigurðardóttir, lögfræðingur
  • Ólafur Freyr Frímannsson, lögmaður hjá Lagahvol slf
  • Ólafur Kr. Hjörleifsson, lögfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
  • Ólafur Kjartansson, markaðsfræðingur hjá Inkasso
  • Páll Ólafsson, lögmaður hjá P.Ó. ráðgjöf  - lögmannsstofu
  • Pétur Berg Matthíasson, sérfræðingur hjá OECD, París
  • Ragna Bjarnadóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu
  • Rebekka Rán Samper, sérfræðingur hjá Útlendingastofnun
  • Rósa Dögg Flosadóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu
  • Svana Margrét Davíðsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu
  • Sveinn M. Bragason, viðskiptafræðingur í dómsmálaráðuneytinu
  • Valgerður María Sigurðardóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
  • Veturliði Stefánsson, lögfræðingur í utanríkisráðuneytinu
  • Vilhjálmur Reyr Þórhallsson, lögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum
  • Þorsteinn Gunnarsson, lögfræðingur hjá Útlendingastofnun



Fleiri fréttir

Sjá meira


×