Júlíspá Siggu Kling – Krabbinn: Hættu að ritskoða allt sem þú segir 7. júlí 2017 09:00 Elsku Krabbinn minn. Það ert þú sem heldur því uppi að lífið sé að gerast. Þú hefur svo mikla einlægni og faðmar að þér svo marga og það er svo mikilvægt að þú skoðir að feimni er ekki vinur þinn. Þegar þú sleppir henni þá halda þér engin bönd, þegar þú heldur að enginn sé að dæma þig þá dæmir þig enginn, því að þín eigin orka skapar þig. Ef þú ert inni í skel og hefur ekki traust á því hvað þú getur þá náttúrulega getur þú ekki gert neitt. Og þá er það bara þér að kenna, ekki foreldrum þínum, ekki aðstæðum heldur bara sjálfum þér! Ef þú skoðar það vel eru þetta skilaboð frá huganum og heilanum til þín sem eru bara blekking. Ef þú veist ekki alveg hvað þú vilt gera og ert hræddur, fáðu þá lánaða dómgreind frá þinni bestu vinkonu eða vini til þess að ráðleggja þér með hvað þú í raun vilt og hvert þú vilt fara. Hugurinn er ekki sálin, heldur er hugurinn sem og heilinn yfirleitt það afl sem laðar að sér neikvæðni og þú skalt alls ekki leika þér við neikvæðni. Um leið og þú gefur þér frelsi til að vera hinn frábæri þú án þess að óttast nokkurn skapaðan hlut muntu svífa yfir vandamálin eða neikvæðnina því að þau eru bara send þér til að gera lífið meira spennandi! Að sjálfsögðu verðurðu misskilinn því þú talar ekki alltaf nógu skýrt, en steinhættu samt að ritskoða allt sem þú segir því þú ert svo elskaður akkúrat fyrir orð þín. Góð sambönd munu birtast á þessu sumri og erfið sambönd munu batna með kærleika og ást. Þú færð mikið af tækifærum í sambandi við vinnu og frama, sumir hafa enga ánægju eða tilhlökkun yfir frama, en frami er bara það sem þú skilgreinir sem hamingju. Þú getur verið besta sjoppukonan eða besti sjónvarpsmaðurinn, skiptir ekki máli, því þetta eigið þið Krabbar sameiginlegt: að vilja verða bestir í því sem þið viljið. Þú átt það til að láta annarra manna tilfinningar lama þig, því þú elskar fólk. Annarra manna erfiðleikar lama þig, og þá hefur þú ekki kraft til að veita lífi þínu í þann farveg sem þú vilt. En þú getur ekki stjórnað öllu þótt þú sért Krabbi, en þú átt það til að vilja stjórna öllu til að breyta til blessunar eða lagfæringar. En taktu þér frí frá þessum eiginleika þínum í sumar og leyfðu þér að fljóta eins og sjávardýrið sem þú ert. Alls ekki fjárfesta í einhverju sem getur étið þig, ekki taka stórar ákvarðanir sem geta spilað með frelsi þitt, því þú sérð allt miklu skýrara þegar haustið og veturinn koma með skilaboð til þín. Svo núna skaltu bara leyfa þér að njóta og leyfa þér að vera hinn dásamlegi Krabbi sem þú ert! Mottóið þitt er: Þetta MÁ, þetta MÁ, þetta MÁ – setning eftir Emmsjé Gauta. Ást og friður, Sigga KlingFrægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Elsku Krabbinn minn. Það ert þú sem heldur því uppi að lífið sé að gerast. Þú hefur svo mikla einlægni og faðmar að þér svo marga og það er svo mikilvægt að þú skoðir að feimni er ekki vinur þinn. Þegar þú sleppir henni þá halda þér engin bönd, þegar þú heldur að enginn sé að dæma þig þá dæmir þig enginn, því að þín eigin orka skapar þig. Ef þú ert inni í skel og hefur ekki traust á því hvað þú getur þá náttúrulega getur þú ekki gert neitt. Og þá er það bara þér að kenna, ekki foreldrum þínum, ekki aðstæðum heldur bara sjálfum þér! Ef þú skoðar það vel eru þetta skilaboð frá huganum og heilanum til þín sem eru bara blekking. Ef þú veist ekki alveg hvað þú vilt gera og ert hræddur, fáðu þá lánaða dómgreind frá þinni bestu vinkonu eða vini til þess að ráðleggja þér með hvað þú í raun vilt og hvert þú vilt fara. Hugurinn er ekki sálin, heldur er hugurinn sem og heilinn yfirleitt það afl sem laðar að sér neikvæðni og þú skalt alls ekki leika þér við neikvæðni. Um leið og þú gefur þér frelsi til að vera hinn frábæri þú án þess að óttast nokkurn skapaðan hlut muntu svífa yfir vandamálin eða neikvæðnina því að þau eru bara send þér til að gera lífið meira spennandi! Að sjálfsögðu verðurðu misskilinn því þú talar ekki alltaf nógu skýrt, en steinhættu samt að ritskoða allt sem þú segir því þú ert svo elskaður akkúrat fyrir orð þín. Góð sambönd munu birtast á þessu sumri og erfið sambönd munu batna með kærleika og ást. Þú færð mikið af tækifærum í sambandi við vinnu og frama, sumir hafa enga ánægju eða tilhlökkun yfir frama, en frami er bara það sem þú skilgreinir sem hamingju. Þú getur verið besta sjoppukonan eða besti sjónvarpsmaðurinn, skiptir ekki máli, því þetta eigið þið Krabbar sameiginlegt: að vilja verða bestir í því sem þið viljið. Þú átt það til að láta annarra manna tilfinningar lama þig, því þú elskar fólk. Annarra manna erfiðleikar lama þig, og þá hefur þú ekki kraft til að veita lífi þínu í þann farveg sem þú vilt. En þú getur ekki stjórnað öllu þótt þú sért Krabbi, en þú átt það til að vilja stjórna öllu til að breyta til blessunar eða lagfæringar. En taktu þér frí frá þessum eiginleika þínum í sumar og leyfðu þér að fljóta eins og sjávardýrið sem þú ert. Alls ekki fjárfesta í einhverju sem getur étið þig, ekki taka stórar ákvarðanir sem geta spilað með frelsi þitt, því þú sérð allt miklu skýrara þegar haustið og veturinn koma með skilaboð til þín. Svo núna skaltu bara leyfa þér að njóta og leyfa þér að vera hinn dásamlegi Krabbi sem þú ert! Mottóið þitt er: Þetta MÁ, þetta MÁ, þetta MÁ – setning eftir Emmsjé Gauta. Ást og friður, Sigga KlingFrægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira