Lífið

Bjó til fjórar stuttmyndir um Höfðaborg og fólkið á svæðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Davíð Arnar hefur framleitt mikið myndefni undanfarin ár.
Davíð Arnar hefur framleitt mikið myndefni undanfarin ár.
„Ég fór út til Cape Town í apríl með það í huga að búa til mynd um borgina og fólkið. Hluti af verkefninu var svo líka að sýna frá á samfélagsmiðlum á rauntíma,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson sem gaf á dögunum út fjórar stuttmyndir frá ferð sinni til Suður-Afríku.

„Ég fór þangað í fyrsta sinn í fyrra og var því að fara í annað sinn. Það er eitthvað sem heillar mig rosalega við staðinn og mér fannst ég þurfa að fara aftur og gefa þessu öllu saman betri skil í formi þess myndefnis sem ég taldi mig geta framleitt núna miðað við það sem kom út í fyrra, en þá var ég rétt að stíga mín fyrstu skref í því sem ég er að gera í dag.“

Davíð segir að oft hafi hann lent í vandræðum úti í Suður-Afríku.

„Það komu upp nokkur atvik sem settu strik í reikninginn eins og það að aðal gæjinn þarna úti þurfti að fara tveimur dögum eftir að ég kom út og þá þurfti ég að búa til nýja contacta eða reyna finna eitthvað sjálfur. Það tók smá tíma en allt gekk upp á endanum og ég á því mikið að þakka fólkinu þarna sem ég er búinn að kynnast eftir þessar tvær heimsóknir í Höfðaborg.“

Hann segir að myndin skiptist í fjóra parta sem tengjast í raun. Hann segist ætla heimsækja borgina árlega héðan í frá en hér í fréttinni má sjá myndirnar fjórar. 

Davíð tók upp, leikstýrði og klippti myndirnar sjálfur en meðframleiðendur voru Burn og Nike á Íslandi.

Hér fyrir neðan má einnig sjá safn mynda sem Davíð tók á ferðalaginu um Suður-Afríku.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×