Borgarstjóri segir sjálfstæðismenn komna í innanflokksátök um Reykjavíkurflugvöll Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2017 13:10 Borgarstjóri segir sjálfstæðismenn komna í innanflokksátök vegna Reykjavíkurflugvallar og saki hluti flokksmanna ráðherra flokksins um að hafa ekki farið að góðum stjórnsýsluháttum við lokun minnstu flugbrautarinnar á flugvellinum. Borgarráð fjallaði í morgun um tillögu oddvita Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðun borgarinnar rannsaki aðdraganda lokunarinnar. Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hefði beint því til Ríkisendurskoðunar að skoða stjórnsýsluna í aðdraganda þess að flugbrautinni var lokað á síðasta ári. Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni og frammámaður í samtökunum Hjarað í Vatnsmýri, sem hafa beitt sér fyrir að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni, gerir athugasemdir við að fyrst hafi verið auglýst að flugbrautinni yrði lokað tímabundið. Því sé vafi á að ríkinu hafi verið heimilt að selja Reykjavíkurborg hluta af landi ríkisins á flugvallarsvæðinu. „Stórpólitísku tíðindin í þessu eru væntanlega þau að þetta er orðið einhvers konar innanflokksmál í Sjálfstæðisflokknum. Því Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru eru fyrst og fremst að beina sjónum að tveimur ráðherrum. Annars vegar að Ólöfu heitinni Nordal og síðan Bjarna Benediktssyni sem var fjármálaráðherra og núna forsætisráðherra – og þeirra hlut í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Erfitt væri að átta sig á hvert þessi leiðangur ætti að leiða.Hæstiréttur komst að skýrri niðurstöðu Nú fara sjálfstæðismenn í borgarstjórn fram með sama hætti og flokksfélagar þeirra á Alþingi. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn hefur lagt fram tillögu um að endurskoðun borgarinnar rannsaki aðdragandann að lokun flugbrautarinnar. Tillagan var tekin fyrir á reglulegum borgarráðsfundi sem hófst í morgun og lauk klukkan eitt. Þegar ríkið lokaði ekki flugbrautinni eins og borgin taldi samkomulag hennar við ríkið fela í sér í fyrra, kærði borgin ríkið í innanríkisráðherratíð Ólafar heitinnar Nordal. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og síðan Hæstiréttur Íslands dæmdu að loka skyldi flugbrautinni innan sextán vikna og voru borginni dæmdar tvær milljónir króna vegna málsins. „Hæstiréttur fékk auðvitað öll gögn málsins sem rekja sig langt aftur og komst að mjög skýrri niðurstöðu. Bæði varðandi aðgerðir borgarinnar og ríkisins. Ríkið var í vanefndum við skýra samninga. Dómsorðin voru þau að þá þyrfti að efna. Flestir litu nú þannig á að að Hæstiréttur hefði þar með kveðið upp síðasta orðið í þessu máli,“ segir borgarstjóri. Sjálfstæðismenn séu fyrst og fremst að efna til átaka í eigin röðum og velta því fyrir sér hver þeirra beri mesta ábyrgð á því hvernig fór. „Eina rannsóknarefnið í þessu er hugsanlega þáttur borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Sem samþykkti alla samninga um þessi mál í næstum því tíu ár. Tók þessa flugbraut af aðalskipulagi í samvinnu við Framsóknarflokkinn árið 2007. En hringsnýst núna og veit ekki í hvaða fót hann á að stíga í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson. Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Borgarstjóri segir sjálfstæðismenn komna í innanflokksátök vegna Reykjavíkurflugvallar og saki hluti flokksmanna ráðherra flokksins um að hafa ekki farið að góðum stjórnsýsluháttum við lokun minnstu flugbrautarinnar á flugvellinum. Borgarráð fjallaði í morgun um tillögu oddvita Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðun borgarinnar rannsaki aðdraganda lokunarinnar. Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hefði beint því til Ríkisendurskoðunar að skoða stjórnsýsluna í aðdraganda þess að flugbrautinni var lokað á síðasta ári. Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni og frammámaður í samtökunum Hjarað í Vatnsmýri, sem hafa beitt sér fyrir að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni, gerir athugasemdir við að fyrst hafi verið auglýst að flugbrautinni yrði lokað tímabundið. Því sé vafi á að ríkinu hafi verið heimilt að selja Reykjavíkurborg hluta af landi ríkisins á flugvallarsvæðinu. „Stórpólitísku tíðindin í þessu eru væntanlega þau að þetta er orðið einhvers konar innanflokksmál í Sjálfstæðisflokknum. Því Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru eru fyrst og fremst að beina sjónum að tveimur ráðherrum. Annars vegar að Ólöfu heitinni Nordal og síðan Bjarna Benediktssyni sem var fjármálaráðherra og núna forsætisráðherra – og þeirra hlut í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Erfitt væri að átta sig á hvert þessi leiðangur ætti að leiða.Hæstiréttur komst að skýrri niðurstöðu Nú fara sjálfstæðismenn í borgarstjórn fram með sama hætti og flokksfélagar þeirra á Alþingi. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn hefur lagt fram tillögu um að endurskoðun borgarinnar rannsaki aðdragandann að lokun flugbrautarinnar. Tillagan var tekin fyrir á reglulegum borgarráðsfundi sem hófst í morgun og lauk klukkan eitt. Þegar ríkið lokaði ekki flugbrautinni eins og borgin taldi samkomulag hennar við ríkið fela í sér í fyrra, kærði borgin ríkið í innanríkisráðherratíð Ólafar heitinnar Nordal. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og síðan Hæstiréttur Íslands dæmdu að loka skyldi flugbrautinni innan sextán vikna og voru borginni dæmdar tvær milljónir króna vegna málsins. „Hæstiréttur fékk auðvitað öll gögn málsins sem rekja sig langt aftur og komst að mjög skýrri niðurstöðu. Bæði varðandi aðgerðir borgarinnar og ríkisins. Ríkið var í vanefndum við skýra samninga. Dómsorðin voru þau að þá þyrfti að efna. Flestir litu nú þannig á að að Hæstiréttur hefði þar með kveðið upp síðasta orðið í þessu máli,“ segir borgarstjóri. Sjálfstæðismenn séu fyrst og fremst að efna til átaka í eigin röðum og velta því fyrir sér hver þeirra beri mesta ábyrgð á því hvernig fór. „Eina rannsóknarefnið í þessu er hugsanlega þáttur borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Sem samþykkti alla samninga um þessi mál í næstum því tíu ár. Tók þessa flugbraut af aðalskipulagi í samvinnu við Framsóknarflokkinn árið 2007. En hringsnýst núna og veit ekki í hvaða fót hann á að stíga í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira