Fótbolti

Vill bjóða upp á einkadans á fótboltavöllum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carlo Tavecchio vill nýta fótboltavelli betur en gert er.
Carlo Tavecchio vill nýta fótboltavelli betur en gert er. vísir/getty
Carlo Tavecchio, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, vill að boðið verði upp á einkadans á fótboltavöllum.

Tevecchio segir að fótboltavellir séu ekki fullnýttir. Leikir séu bara aðra hverja viku og það þurfi að bjóða upp á aðra starfsemi þar, ef þeir eiga að vera arðbærir.

„Það ætti ekki bara að vera fótbolti á leikvöngunum. Það ættu að vera kvikmyndahús, apótek, stórmarkaðir og jafnvel bjóða upp á einkadans,“ sagði Tavecchio á ráðstefnu um ítök mafíunnar á fótboltavöllum á Ítalíu.

Flestir fótboltavellir á Ítalíu eru í eldri kantinum og hefur ekki verið haldið nógu vel við.

Juventus og Udinese hafa þó byggt nýja velli á síðustu árum og Roma fer væntanlega sömu leið á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×