Innlent

Tveir menn handteknir vegna skothvella í Heiðmörk

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þá hafði lögregla einnig afskipti af ökumönnum undir áhrifum vímugjafa í gær.
Þá hafði lögregla einnig afskipti af ökumönnum undir áhrifum vímugjafa í gær. Vísir/Eyþór
Lögregla handtók í gærkvöldi tvo menn í annarlegu ástandi, grunaða um að hafa notað skotvopn í Heiðmörk. Þá þurfi lögregla að hafa afskipti af ökumönnum undir áhrifum vímugjafa. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi var tilkynnt um skothvelli í Heiðmörk. Lögregla stöðvaði síðar bifreið, sem átti leið frá tilkynntum vettvangi, og handtók tvo unga menn. Þeir voru grunaðir um að hafa notað skotvopn sem fannst í bifreiðinni. Báðir mennirnir voru í annarlegu ástandi og því vistaðir í fangageymslu.

Á sjötta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp á Miklubraut en tjónvaldur hafði ekið á brott. Sá var handtekinn skömmu síðar og grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Þá var bifreið stöðvuð á Nýbýlavegi rétt um 20:30 í gærkvöldi en ökumaður er grunaður um ölvun við akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×