Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Magnús Guðmundsson skrifa 6. júlí 2017 06:00 Þann 15. maí síðastliðinn sagði Baltasar Kormákur, leikstjóri og einn framleiðenda, í viðtali við Kastljós RÚV að einungis væri búið að skrifa handrit að fjórum af tíu þáttum sem standi til að framleiða. Vísir/EPA Ófærð 2 hlaut vilyrði fyrir sextíu milljóna styrk frá Kvikmyndasjóði þótt ekki væri búið að skrifa handrit að öllum þáttunum í seríunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru aðrir framleiðendur en þeir sem koma að Ófærð 2 nú að skoða lagalega stöðu sína vegna ákvörðunar sjóðsins sem ber að gæta jafnræðisreglu. Þá verði kannað hvort Kvikmyndasjóður hafi brotið gegn stjórnsýslulögum og meginreglum stjórnsýsluréttar. Úthlutunin kunni því að vera ógildanleg. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir að í þessu tilviki hafi verið hægt að meta verkefnið sem hæfast þótt handrit væri ekki fullklárað og telur reglur ekki hafa verið brotnar. „Ég held ekki að reglur hafi verið brotnar. Við erum alltaf að meta verkefni sem er talið hæfast hverju sinni. Það eru vonsviknir aðilar sem fengu ekki styrki í ár sem hafa væntanlega komið að þessum ábendingum. Þetta er í rauninni mjög stór sería og sextíu milljónir eru hlutfallslega lágur styrkur. Við fengum þannig gögn að við töldum að það væri hægt að styrkja þetta,“ segir Laufey um úthlutunina.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar ÍslandsÍ 8. grein reglugerðar um Kvikmyndasjóð stendur: „Vilyrði um framleiðslustyrk má veita tímabundið þegar fullbúið handrit liggur fyrir ásamt fjárhags- og fjármögnunaráætlun.“ Þann 15. maí síðastliðinn sagði Baltasar Kormákur, leikstjóri og einn framleiðenda, í viðtali við Kastljós RÚV að einungis væri búið að skrifa handrit að fjórum af tíu þáttum sem standi til að framleiða. Stuttu síðar, eða þann 6. júní, tilkynnti Kvikmyndasjóður um úthlutanir þar sem Ófærð 2 hlýtur 60 milljóna króna styrk. „Já, það stendur í reglugerðinni að það þurfi að liggja fyrir fullbúið handrit. En í öllum tilvikum er handritið unnið áfram fram á síðasta tökudag. En allir dramatískir punktar lágu fyrir. Við töldum að við værum með nægileg gögn í höndum,“ segir Laufey. „Ég held að reglur hafi ekki verið brotnar. Þeir framleiðendur sem kvarta undan þessu, ég veit ekki hvað þeir hafa séð mikið af efninu. Þetta er alltaf spurning um hæfasta verkefnið hverju sinni,“ segir Laufey sem samkvæmt Reglugerð um Kvikmyndasjóð er ábyrg fyrir því að að öll skilyrði fyrir úthlutun séu uppfyllt, auk þess að taka endanlega ákvörðun um styrkveitingu úr Kvikmyndasjóði að fenginni ráðgjöf kvikmyndaráðgjafa sem eru ráðnir af forstöðumanni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Ófærð 2 hlaut vilyrði fyrir sextíu milljóna styrk frá Kvikmyndasjóði þótt ekki væri búið að skrifa handrit að öllum þáttunum í seríunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru aðrir framleiðendur en þeir sem koma að Ófærð 2 nú að skoða lagalega stöðu sína vegna ákvörðunar sjóðsins sem ber að gæta jafnræðisreglu. Þá verði kannað hvort Kvikmyndasjóður hafi brotið gegn stjórnsýslulögum og meginreglum stjórnsýsluréttar. Úthlutunin kunni því að vera ógildanleg. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir að í þessu tilviki hafi verið hægt að meta verkefnið sem hæfast þótt handrit væri ekki fullklárað og telur reglur ekki hafa verið brotnar. „Ég held ekki að reglur hafi verið brotnar. Við erum alltaf að meta verkefni sem er talið hæfast hverju sinni. Það eru vonsviknir aðilar sem fengu ekki styrki í ár sem hafa væntanlega komið að þessum ábendingum. Þetta er í rauninni mjög stór sería og sextíu milljónir eru hlutfallslega lágur styrkur. Við fengum þannig gögn að við töldum að það væri hægt að styrkja þetta,“ segir Laufey um úthlutunina.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar ÍslandsÍ 8. grein reglugerðar um Kvikmyndasjóð stendur: „Vilyrði um framleiðslustyrk má veita tímabundið þegar fullbúið handrit liggur fyrir ásamt fjárhags- og fjármögnunaráætlun.“ Þann 15. maí síðastliðinn sagði Baltasar Kormákur, leikstjóri og einn framleiðenda, í viðtali við Kastljós RÚV að einungis væri búið að skrifa handrit að fjórum af tíu þáttum sem standi til að framleiða. Stuttu síðar, eða þann 6. júní, tilkynnti Kvikmyndasjóður um úthlutanir þar sem Ófærð 2 hlýtur 60 milljóna króna styrk. „Já, það stendur í reglugerðinni að það þurfi að liggja fyrir fullbúið handrit. En í öllum tilvikum er handritið unnið áfram fram á síðasta tökudag. En allir dramatískir punktar lágu fyrir. Við töldum að við værum með nægileg gögn í höndum,“ segir Laufey. „Ég held að reglur hafi ekki verið brotnar. Þeir framleiðendur sem kvarta undan þessu, ég veit ekki hvað þeir hafa séð mikið af efninu. Þetta er alltaf spurning um hæfasta verkefnið hverju sinni,“ segir Laufey sem samkvæmt Reglugerð um Kvikmyndasjóð er ábyrg fyrir því að að öll skilyrði fyrir úthlutun séu uppfyllt, auk þess að taka endanlega ákvörðun um styrkveitingu úr Kvikmyndasjóði að fenginni ráðgjöf kvikmyndaráðgjafa sem eru ráðnir af forstöðumanni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira