Styrkja Ófærð 2 þrátt fyrir óklárað handrit Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Magnús Guðmundsson skrifa 6. júlí 2017 06:00 Þann 15. maí síðastliðinn sagði Baltasar Kormákur, leikstjóri og einn framleiðenda, í viðtali við Kastljós RÚV að einungis væri búið að skrifa handrit að fjórum af tíu þáttum sem standi til að framleiða. Vísir/EPA Ófærð 2 hlaut vilyrði fyrir sextíu milljóna styrk frá Kvikmyndasjóði þótt ekki væri búið að skrifa handrit að öllum þáttunum í seríunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru aðrir framleiðendur en þeir sem koma að Ófærð 2 nú að skoða lagalega stöðu sína vegna ákvörðunar sjóðsins sem ber að gæta jafnræðisreglu. Þá verði kannað hvort Kvikmyndasjóður hafi brotið gegn stjórnsýslulögum og meginreglum stjórnsýsluréttar. Úthlutunin kunni því að vera ógildanleg. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir að í þessu tilviki hafi verið hægt að meta verkefnið sem hæfast þótt handrit væri ekki fullklárað og telur reglur ekki hafa verið brotnar. „Ég held ekki að reglur hafi verið brotnar. Við erum alltaf að meta verkefni sem er talið hæfast hverju sinni. Það eru vonsviknir aðilar sem fengu ekki styrki í ár sem hafa væntanlega komið að þessum ábendingum. Þetta er í rauninni mjög stór sería og sextíu milljónir eru hlutfallslega lágur styrkur. Við fengum þannig gögn að við töldum að það væri hægt að styrkja þetta,“ segir Laufey um úthlutunina.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar ÍslandsÍ 8. grein reglugerðar um Kvikmyndasjóð stendur: „Vilyrði um framleiðslustyrk má veita tímabundið þegar fullbúið handrit liggur fyrir ásamt fjárhags- og fjármögnunaráætlun.“ Þann 15. maí síðastliðinn sagði Baltasar Kormákur, leikstjóri og einn framleiðenda, í viðtali við Kastljós RÚV að einungis væri búið að skrifa handrit að fjórum af tíu þáttum sem standi til að framleiða. Stuttu síðar, eða þann 6. júní, tilkynnti Kvikmyndasjóður um úthlutanir þar sem Ófærð 2 hlýtur 60 milljóna króna styrk. „Já, það stendur í reglugerðinni að það þurfi að liggja fyrir fullbúið handrit. En í öllum tilvikum er handritið unnið áfram fram á síðasta tökudag. En allir dramatískir punktar lágu fyrir. Við töldum að við værum með nægileg gögn í höndum,“ segir Laufey. „Ég held að reglur hafi ekki verið brotnar. Þeir framleiðendur sem kvarta undan þessu, ég veit ekki hvað þeir hafa séð mikið af efninu. Þetta er alltaf spurning um hæfasta verkefnið hverju sinni,“ segir Laufey sem samkvæmt Reglugerð um Kvikmyndasjóð er ábyrg fyrir því að að öll skilyrði fyrir úthlutun séu uppfyllt, auk þess að taka endanlega ákvörðun um styrkveitingu úr Kvikmyndasjóði að fenginni ráðgjöf kvikmyndaráðgjafa sem eru ráðnir af forstöðumanni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira
Ófærð 2 hlaut vilyrði fyrir sextíu milljóna styrk frá Kvikmyndasjóði þótt ekki væri búið að skrifa handrit að öllum þáttunum í seríunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru aðrir framleiðendur en þeir sem koma að Ófærð 2 nú að skoða lagalega stöðu sína vegna ákvörðunar sjóðsins sem ber að gæta jafnræðisreglu. Þá verði kannað hvort Kvikmyndasjóður hafi brotið gegn stjórnsýslulögum og meginreglum stjórnsýsluréttar. Úthlutunin kunni því að vera ógildanleg. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir að í þessu tilviki hafi verið hægt að meta verkefnið sem hæfast þótt handrit væri ekki fullklárað og telur reglur ekki hafa verið brotnar. „Ég held ekki að reglur hafi verið brotnar. Við erum alltaf að meta verkefni sem er talið hæfast hverju sinni. Það eru vonsviknir aðilar sem fengu ekki styrki í ár sem hafa væntanlega komið að þessum ábendingum. Þetta er í rauninni mjög stór sería og sextíu milljónir eru hlutfallslega lágur styrkur. Við fengum þannig gögn að við töldum að það væri hægt að styrkja þetta,“ segir Laufey um úthlutunina.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar ÍslandsÍ 8. grein reglugerðar um Kvikmyndasjóð stendur: „Vilyrði um framleiðslustyrk má veita tímabundið þegar fullbúið handrit liggur fyrir ásamt fjárhags- og fjármögnunaráætlun.“ Þann 15. maí síðastliðinn sagði Baltasar Kormákur, leikstjóri og einn framleiðenda, í viðtali við Kastljós RÚV að einungis væri búið að skrifa handrit að fjórum af tíu þáttum sem standi til að framleiða. Stuttu síðar, eða þann 6. júní, tilkynnti Kvikmyndasjóður um úthlutanir þar sem Ófærð 2 hlýtur 60 milljóna króna styrk. „Já, það stendur í reglugerðinni að það þurfi að liggja fyrir fullbúið handrit. En í öllum tilvikum er handritið unnið áfram fram á síðasta tökudag. En allir dramatískir punktar lágu fyrir. Við töldum að við værum með nægileg gögn í höndum,“ segir Laufey. „Ég held að reglur hafi ekki verið brotnar. Þeir framleiðendur sem kvarta undan þessu, ég veit ekki hvað þeir hafa séð mikið af efninu. Þetta er alltaf spurning um hæfasta verkefnið hverju sinni,“ segir Laufey sem samkvæmt Reglugerð um Kvikmyndasjóð er ábyrg fyrir því að að öll skilyrði fyrir úthlutun séu uppfyllt, auk þess að taka endanlega ákvörðun um styrkveitingu úr Kvikmyndasjóði að fenginni ráðgjöf kvikmyndaráðgjafa sem eru ráðnir af forstöðumanni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira