Garðar Gunnlaugsson í aðgerð á pung: Vinstra eistað rofnaði í Breiðholtinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júlí 2017 18:15 Garðar fékk högg á punginn í leiknum gegn Leikni. vísir/ernir Garðar Gunnlaugsson, framherji ÍA í Pepsi-deild karla í fótbolta, þurfti að gangast undir aðgerð á pung í dag vegna höggs sem hann fékk í bikarleik Skagamanna á móti Leikni á mánudagskvöldið. Eins og tapið gegn Inkasso-deildarliði Leiknis hafi ekki verið nógu fast pungspark fyrir Pepsi-deildarlið Skagamanna þá fékk Garðar alvöru högg á punginn í Breiðholtinu með mátulega alvarlegum afleiðingum. „Það blæddi allsvakalega inn á og vinstra eistað rofnaði, eins skemmtilega og það hljómar,“ segir Garðar brattur en hann greinir frá þessu sjálfur í sögu á Instagram og hefur húmor fyrir sjálfum sér eins og alltaf. „Það er minniháttar aðgerð að herinsa þetta út og sauma fyrir. Ég verð kominn aftur á ról á morgun,“ segir Garðar en hann rétt fyrir sex segir hann sjúkraliðið vera að koma sækja sig í aðgerðina. „Þau eru að koma að ná í mig. Ég kannski heyri í ykkur eftir aðgerðina, vel ruglaður,“ segir Garðar Gunnlaugsson. Markahrókurinn skoraði fyrir ÍA í umræddum leik á móti Leikni úr vítaspyrnu en Breiðhyltingar tryggðu sér sigurinn með fallegu marki Elvars Páls Sigurðssonar á sjöttu mínútu í framlengingu. ÍA mætir næst Víkingum í Pepsi-deildinni á mánudagskvöldið og er vonandi fyrir Skagamenn að Garðar hafi pung í að spila þann leik.Búið að tengja Garðar á sjúkrahúsinu.skjáskot/instagramAllir léttir.skjáskot/instagramGarðar á ferðinni á sjúkrahúsinu.skjáskot/instagramGarðar kveður rétt fyrir aðgerð. Gangi þér vel!skjáskot/instagram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Garðar Gunnlaugsson, framherji ÍA í Pepsi-deild karla í fótbolta, þurfti að gangast undir aðgerð á pung í dag vegna höggs sem hann fékk í bikarleik Skagamanna á móti Leikni á mánudagskvöldið. Eins og tapið gegn Inkasso-deildarliði Leiknis hafi ekki verið nógu fast pungspark fyrir Pepsi-deildarlið Skagamanna þá fékk Garðar alvöru högg á punginn í Breiðholtinu með mátulega alvarlegum afleiðingum. „Það blæddi allsvakalega inn á og vinstra eistað rofnaði, eins skemmtilega og það hljómar,“ segir Garðar brattur en hann greinir frá þessu sjálfur í sögu á Instagram og hefur húmor fyrir sjálfum sér eins og alltaf. „Það er minniháttar aðgerð að herinsa þetta út og sauma fyrir. Ég verð kominn aftur á ról á morgun,“ segir Garðar en hann rétt fyrir sex segir hann sjúkraliðið vera að koma sækja sig í aðgerðina. „Þau eru að koma að ná í mig. Ég kannski heyri í ykkur eftir aðgerðina, vel ruglaður,“ segir Garðar Gunnlaugsson. Markahrókurinn skoraði fyrir ÍA í umræddum leik á móti Leikni úr vítaspyrnu en Breiðhyltingar tryggðu sér sigurinn með fallegu marki Elvars Páls Sigurðssonar á sjöttu mínútu í framlengingu. ÍA mætir næst Víkingum í Pepsi-deildinni á mánudagskvöldið og er vonandi fyrir Skagamenn að Garðar hafi pung í að spila þann leik.Búið að tengja Garðar á sjúkrahúsinu.skjáskot/instagramAllir léttir.skjáskot/instagramGarðar á ferðinni á sjúkrahúsinu.skjáskot/instagramGarðar kveður rétt fyrir aðgerð. Gangi þér vel!skjáskot/instagram
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira