Elsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur tekur miklum breytingum Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2017 19:00 Miklar breytingar standa nú yfir á elstu verslunarmiðstöð Reykjavíkur við Laugaveg. Búð er að hækka húsið um eina hæð en eftir örfáa mánuði verða ellefu nýjar íbúðir í húsinu sem og nýr veitingastaður ásamt verslunum sem þar voru áður. Já Kjörgarður er sennilega elsta verslunarmiðstöðin í Reykjavík. Það var mikil spenna þegar hún var opnuð árið 1959, fyrir tæplega sextíu árum. Og fyrir hverju var fólk spenntast? Jú, nýu fyrirbæri; rúllustiga. Sæmundur H. Sæmundsson framkvæmdastjóri Vesturgarðs segir Kjörgarð enn í eigu Valfells fjölskyldunnar sem byggði húsið á sínum tíma ásamt Kristjáni Friðrikssyni og sér félagið Vesturgarður um rekstur hússins. „Jú ég held að það sé rétt hjá þér að þetta sé elsta verslunarmiðstöðin. Alla vega fyrsta húsið sem var með rúllustiga og er eiginlega frægt fyrir það,“ segir Sæmundur. Já og eftirvæntingin var mikil eins og sést á ljósmynd frá opunardeginum en röð fólks náði langt upp eftir Laugavegi.Og það var hálfgerð Costco röð fyrir utan? „Já það var Costco röð. Mjög svipað.“ Rúllustiginn frægi er horfinn fyrir all mörgum árum og nú er búið að bæta fimmtu hæðinni ofan á húsið. „Það hefur verið síðustu árin fjögurra hæða hús. En við bættum fimmtu hæðinni við. Tókum allt inn úr þriðju og fjórðu hæðinni. þannig að það verða íbúðir á þriðju, fjórðu og fimmtu, alls ellefu íbúðir,“ segir Sæmundur. Íbúðirnar eru frá 80 upp í fjögurhundruð fermetrar og verða allar leigðar út til lengri eða skemmri tíma. Bónus heldur áfram starfsemi sinni á jarðhæð hússins en þar bætist nú einnig við inngangur að nýjum veitingastað sem verður á annarri hæðinni og Kormákur og Skjöldur hafa haldið út framkvæmdatímann og verða áfram á sínum stað. Iðnaðarmenn eru að vinnu um allt húsið eins og á veitinastaðnum Nostra sem eigendur stefnað á að opna innan ekki margra vikna. Þar verður hægt að ganga út á svalir og njóta útsýnisins yfir mannlífið á Laugavegi. Íbúðirnar eru mislangt komnar en það er engu logið um útsýnið úr íbúðunum á efstu hæðinni. Leiguverðið verður á bilinu 260 þúsund til 400 þúsund á mánuði allt eftir stærð íbúðanna og staðsetningu.Hvenær ætlar þú að vera búinn að þessu öllu? „Svona í lok ágúst, byrjun septembers. Þá verða íbúðirnar klárar. En veitingahúsið á annarri hæðinni; þau eru bjartsýnt fólk og ætla að reyna að opna eftir mánuð,“ segir Sæmundur H. Sæmundsson. Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Miklar breytingar standa nú yfir á elstu verslunarmiðstöð Reykjavíkur við Laugaveg. Búð er að hækka húsið um eina hæð en eftir örfáa mánuði verða ellefu nýjar íbúðir í húsinu sem og nýr veitingastaður ásamt verslunum sem þar voru áður. Já Kjörgarður er sennilega elsta verslunarmiðstöðin í Reykjavík. Það var mikil spenna þegar hún var opnuð árið 1959, fyrir tæplega sextíu árum. Og fyrir hverju var fólk spenntast? Jú, nýu fyrirbæri; rúllustiga. Sæmundur H. Sæmundsson framkvæmdastjóri Vesturgarðs segir Kjörgarð enn í eigu Valfells fjölskyldunnar sem byggði húsið á sínum tíma ásamt Kristjáni Friðrikssyni og sér félagið Vesturgarður um rekstur hússins. „Jú ég held að það sé rétt hjá þér að þetta sé elsta verslunarmiðstöðin. Alla vega fyrsta húsið sem var með rúllustiga og er eiginlega frægt fyrir það,“ segir Sæmundur. Já og eftirvæntingin var mikil eins og sést á ljósmynd frá opunardeginum en röð fólks náði langt upp eftir Laugavegi.Og það var hálfgerð Costco röð fyrir utan? „Já það var Costco röð. Mjög svipað.“ Rúllustiginn frægi er horfinn fyrir all mörgum árum og nú er búið að bæta fimmtu hæðinni ofan á húsið. „Það hefur verið síðustu árin fjögurra hæða hús. En við bættum fimmtu hæðinni við. Tókum allt inn úr þriðju og fjórðu hæðinni. þannig að það verða íbúðir á þriðju, fjórðu og fimmtu, alls ellefu íbúðir,“ segir Sæmundur. Íbúðirnar eru frá 80 upp í fjögurhundruð fermetrar og verða allar leigðar út til lengri eða skemmri tíma. Bónus heldur áfram starfsemi sinni á jarðhæð hússins en þar bætist nú einnig við inngangur að nýjum veitingastað sem verður á annarri hæðinni og Kormákur og Skjöldur hafa haldið út framkvæmdatímann og verða áfram á sínum stað. Iðnaðarmenn eru að vinnu um allt húsið eins og á veitinastaðnum Nostra sem eigendur stefnað á að opna innan ekki margra vikna. Þar verður hægt að ganga út á svalir og njóta útsýnisins yfir mannlífið á Laugavegi. Íbúðirnar eru mislangt komnar en það er engu logið um útsýnið úr íbúðunum á efstu hæðinni. Leiguverðið verður á bilinu 260 þúsund til 400 þúsund á mánuði allt eftir stærð íbúðanna og staðsetningu.Hvenær ætlar þú að vera búinn að þessu öllu? „Svona í lok ágúst, byrjun septembers. Þá verða íbúðirnar klárar. En veitingahúsið á annarri hæðinni; þau eru bjartsýnt fólk og ætla að reyna að opna eftir mánuð,“ segir Sæmundur H. Sæmundsson.
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent