Hvítir bílar eru aðalmálið núna Guðný Hrönn og Stefán Þór Hjartarson skrifa 5. júlí 2017 16:45 Hvítir bílar þykja afar smart um þessar mundir. Það fer ekkert á milli mála að við erum í miðju blússandi góðæri. Samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu er hefur sala á nýjum bílum aukist um tæp 13 prósent frá því í fyrra. Toyota trónir á toppnum yfir mest seldu bíltegundirnar – Yaris, Rav4 og Land Cruiser eru vinsælustu undirtegundirnar. Eitt sinn þótti ekki sérlega smart að keyra um á hvítum bílum en nú er öldin önnur og hvítur er tískuliturinn í ár í bílaheiminum. Hvítur er nefnilega vinsælasti liturinn núna – en á fyrstu sex mánuðum ársins hafa selst 3.960 hvítir bílar. Í öðru sæti eru svo gráir. Gráir bílar hafa þó selst töluvert minna eða 2.365 stykki. Það er kannski erfitt að halda því fram að Yaris sé í tísku – líklegra er að hann sé mikið keyptur af „venjulegu“ fólki sem vill sparneytinn og traustan bíl á góðu verði. Hins vegar má alveg tala um tísku þegar hvíti liturinn er ræddur. Lengi vel voru hvítir bílar nánast hlægilegir, klisjur eins og „drullan sést best á þeim“ og að um leið og að þú keyrir hvítan bíl sé hann fallinn þvílíkt í verði og fleira. Í dag má finna litinn á lúxus- sem og fjölskyldubílum. Audi hafa verið mjög duglegir að selja hvíta bíla – bílablaðamaður Business Insider talar um í grein árið 2013 að Audi sé framleiðandinn sem gerði hvíta bíla vinsæla og telur þar upp tölur framleiðandans um sölu á hvítum bílum sem fóru frá 119 árið 2006 í yfir 30 þúsund árið 2012. Þó er mögulegt að við séum á hátindi ákveðinnar tískubylgju en svo virðist sem litagleðin sé að koma aftur inn – framleiðendur eru farnir að markaðssetja töluvert af litríkum bílum og nýjum litum eins og pastellitum og fleira. Perluhvítur er málið„Það fer mikið eftir því hvaða gerð af bíl, en annars erum við Íslendingar svolítið fastir í svörtu, hvítu og gráu,“ segir Arnar Sigurðsson, ráðgjafi hjá bílaumboðinu BL, inntur eftir því hvaða litir á bílum séu vinsælastir um þessar mundir. „Silfurlitur er svolítið að koma aftur, hins vegar hafa flestir framleiðendur farið í að koma með aðrar útfærslur af gráa litnum sem eru mjög flottar, t.d. frá Land Rover,“ segir Arnar og nefnir litina Silicon Silver, Aruba, Waitomo Grey og Carpathian Grey sem dæmi um vinsæla liti. Aðspurður hvort hann sjálfur taki eftir auknum vinsældum hvíta litarins segir Arnar: „Já, perluhvítur hefur aðeins bætt í vinsældir hvíta litarins aftur.“ Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Það fer ekkert á milli mála að við erum í miðju blússandi góðæri. Samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu er hefur sala á nýjum bílum aukist um tæp 13 prósent frá því í fyrra. Toyota trónir á toppnum yfir mest seldu bíltegundirnar – Yaris, Rav4 og Land Cruiser eru vinsælustu undirtegundirnar. Eitt sinn þótti ekki sérlega smart að keyra um á hvítum bílum en nú er öldin önnur og hvítur er tískuliturinn í ár í bílaheiminum. Hvítur er nefnilega vinsælasti liturinn núna – en á fyrstu sex mánuðum ársins hafa selst 3.960 hvítir bílar. Í öðru sæti eru svo gráir. Gráir bílar hafa þó selst töluvert minna eða 2.365 stykki. Það er kannski erfitt að halda því fram að Yaris sé í tísku – líklegra er að hann sé mikið keyptur af „venjulegu“ fólki sem vill sparneytinn og traustan bíl á góðu verði. Hins vegar má alveg tala um tísku þegar hvíti liturinn er ræddur. Lengi vel voru hvítir bílar nánast hlægilegir, klisjur eins og „drullan sést best á þeim“ og að um leið og að þú keyrir hvítan bíl sé hann fallinn þvílíkt í verði og fleira. Í dag má finna litinn á lúxus- sem og fjölskyldubílum. Audi hafa verið mjög duglegir að selja hvíta bíla – bílablaðamaður Business Insider talar um í grein árið 2013 að Audi sé framleiðandinn sem gerði hvíta bíla vinsæla og telur þar upp tölur framleiðandans um sölu á hvítum bílum sem fóru frá 119 árið 2006 í yfir 30 þúsund árið 2012. Þó er mögulegt að við séum á hátindi ákveðinnar tískubylgju en svo virðist sem litagleðin sé að koma aftur inn – framleiðendur eru farnir að markaðssetja töluvert af litríkum bílum og nýjum litum eins og pastellitum og fleira. Perluhvítur er málið„Það fer mikið eftir því hvaða gerð af bíl, en annars erum við Íslendingar svolítið fastir í svörtu, hvítu og gráu,“ segir Arnar Sigurðsson, ráðgjafi hjá bílaumboðinu BL, inntur eftir því hvaða litir á bílum séu vinsælastir um þessar mundir. „Silfurlitur er svolítið að koma aftur, hins vegar hafa flestir framleiðendur farið í að koma með aðrar útfærslur af gráa litnum sem eru mjög flottar, t.d. frá Land Rover,“ segir Arnar og nefnir litina Silicon Silver, Aruba, Waitomo Grey og Carpathian Grey sem dæmi um vinsæla liti. Aðspurður hvort hann sjálfur taki eftir auknum vinsældum hvíta litarins segir Arnar: „Já, perluhvítur hefur aðeins bætt í vinsældir hvíta litarins aftur.“
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira