Það er ekki til neitt sem heitir „hagsveifla“ Lars Christensen skrifar 5. júlí 2017 07:00 Það stendur í Biblíunni (Fyrstu Mósebók 41:27) að „sjö mögru og ljótu kýrnar, sem á eftir hinum komu, merkja sjö ár, og sjö tómu öxin, sem skrælnuð voru af austanvindi, munu vera sjö hallærisár“. Þetta er í raun lýsing á því sem hagfræðingar kalla yfirleitt „hagsveiflu“ og álitsgjafar tala oft um hagsveiflur sem næstum eins reglulega guðsgjöf og mögru árin sjö og feitu árin sjö í Biblíunni. Ef við lítum á efnahagsþróun um allan heim sjáum við að það koma mikil hagvaxtarskeið og skeið lítils hagvaxtar. Þar að auki getum við séð að það virðist vera fyrir hendi það sem tölfræðingar og hagfræðingar kalla eiginfylgni í tölunum um vöxt landsframleiðslu – ef vöxturinn er mikill eitt árið er líklegt að hann verði líka mikill árin á eftir og að vissu leyti getum við séð „sveiflur“ í efnahagslegri virkni. Þetta fær suma til að álykta að „hagsveiflan“ fylgi einhvers konar reglu sem sé ótengd þjóðhagfræðilegri stefnu og hageiningum. Hinn heimsfrægi hagfræðingur John Maynard Keynes talaði meira að segja um „náttúrlegt lífsfjör“ – að það komi tímabil óhóflegrar bjartsýni og tímabil óhóflegrar svartsýni og að þetta kalli fram uppsveiflur og samdrátt í fjárfestingum og neyslu. Ég, hins vegar, held að við blekkjum okkur sjálf ef við höldum að það séu „hagsveiflur“ í þeim skilningi að það sé „náttúrulögmál“ sem segir að við verðum að ganga í gegnum uppsveiflur og samdrátt. Ef við höldum að slíkt náttúrulögmál sé fyrir hendi þá er líklegt að við gerum stefnumistök. Skoðun mín á hagsveiflum, eða ættum við frekar að segja ekki-hagsveiflum, er að miklu leyti innblásin af tveimur uppáhalds hagfræðingunum mínum, Irving Fisher og Milton Friedman, sem trúðu því báðir í raun að ef ekki væri fyrir einhvers konar stefnubreytingar – eða breytingar á til dæmis veðrinu – þá væru ekki uppsveiflur og samdráttarskeið. Á máli hagfræðinnar myndum við segja að „hagsveiflan“, eða öllu heldur samdráttur og bati í hagkerfinu, sé af völdum utanaðkomandi hnykkja frekar en að um sé að ræða innbyggðan eiginleika í frjálsu markaðshagkerfi. Þar af leiðandi er „hagsveiflan“ ekki náttúrufyrirbæri – heldur er hún afleiðing hnykkja. Þetta fékk Milton Friedman til að leggja til að við ættum að hugsa um hagkerfið innan ramma þess sem hann kallaði „plokkmódelið“ sitt. Það er að segja að við ættum að hugsa um hagkerfið sem strekktan streng – beina línu. Við getum togað í strenginn og þá er hann ekki lengur bein lína en þegar við sleppum strengnum verður hann aftur bein lína. Frjálst markaðshagkerfi virkar á sama hátt. Ímyndum okkur til dæmis að Seðlabanki Evrópu hækki stýrivexti upp úr þurru. Það væri eins og að toga í strenginn – evrusvæðið færi inn í efnahagslægð en smám saman myndi verðlag og laun byrja að ná sér og hagkerfið myndi „rétta úr sér“ á ný. Friedman hélt því ekki fram að það myndi gerast hratt, og það færi eftir því hversu sveigjanleg laun og verðlag væru, en það myndi engu að síður gerast smám saman. Þetta er líka kjarninn í ráðleggingum Miltons Friedman til seðlabanka – ekki toga í strenginn. Haldið honum eins og hann er og truflið ekki hagkerfið með óútreiknanlegum breytingum á peningamálastefnunni. Haldið ykkur við skýrar og gegnsæjar reglur og þá er líklegt að markaðskerfið haldi hagkerfinu stöðugu. Þannig er hagsveiflan aðeins til að svo miklu leyti sem stjórnvöld klúðra hlutunum. Og í tilfelli Íslands? Náttúruöflin leika stórt hlutverk – spyrjið hvaða sjómann sem er um það, en það er ekki það sama og að segja að sjö mögur ár hljóti að koma á eftir sjö feitum árum.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Það stendur í Biblíunni (Fyrstu Mósebók 41:27) að „sjö mögru og ljótu kýrnar, sem á eftir hinum komu, merkja sjö ár, og sjö tómu öxin, sem skrælnuð voru af austanvindi, munu vera sjö hallærisár“. Þetta er í raun lýsing á því sem hagfræðingar kalla yfirleitt „hagsveiflu“ og álitsgjafar tala oft um hagsveiflur sem næstum eins reglulega guðsgjöf og mögru árin sjö og feitu árin sjö í Biblíunni. Ef við lítum á efnahagsþróun um allan heim sjáum við að það koma mikil hagvaxtarskeið og skeið lítils hagvaxtar. Þar að auki getum við séð að það virðist vera fyrir hendi það sem tölfræðingar og hagfræðingar kalla eiginfylgni í tölunum um vöxt landsframleiðslu – ef vöxturinn er mikill eitt árið er líklegt að hann verði líka mikill árin á eftir og að vissu leyti getum við séð „sveiflur“ í efnahagslegri virkni. Þetta fær suma til að álykta að „hagsveiflan“ fylgi einhvers konar reglu sem sé ótengd þjóðhagfræðilegri stefnu og hageiningum. Hinn heimsfrægi hagfræðingur John Maynard Keynes talaði meira að segja um „náttúrlegt lífsfjör“ – að það komi tímabil óhóflegrar bjartsýni og tímabil óhóflegrar svartsýni og að þetta kalli fram uppsveiflur og samdrátt í fjárfestingum og neyslu. Ég, hins vegar, held að við blekkjum okkur sjálf ef við höldum að það séu „hagsveiflur“ í þeim skilningi að það sé „náttúrulögmál“ sem segir að við verðum að ganga í gegnum uppsveiflur og samdrátt. Ef við höldum að slíkt náttúrulögmál sé fyrir hendi þá er líklegt að við gerum stefnumistök. Skoðun mín á hagsveiflum, eða ættum við frekar að segja ekki-hagsveiflum, er að miklu leyti innblásin af tveimur uppáhalds hagfræðingunum mínum, Irving Fisher og Milton Friedman, sem trúðu því báðir í raun að ef ekki væri fyrir einhvers konar stefnubreytingar – eða breytingar á til dæmis veðrinu – þá væru ekki uppsveiflur og samdráttarskeið. Á máli hagfræðinnar myndum við segja að „hagsveiflan“, eða öllu heldur samdráttur og bati í hagkerfinu, sé af völdum utanaðkomandi hnykkja frekar en að um sé að ræða innbyggðan eiginleika í frjálsu markaðshagkerfi. Þar af leiðandi er „hagsveiflan“ ekki náttúrufyrirbæri – heldur er hún afleiðing hnykkja. Þetta fékk Milton Friedman til að leggja til að við ættum að hugsa um hagkerfið innan ramma þess sem hann kallaði „plokkmódelið“ sitt. Það er að segja að við ættum að hugsa um hagkerfið sem strekktan streng – beina línu. Við getum togað í strenginn og þá er hann ekki lengur bein lína en þegar við sleppum strengnum verður hann aftur bein lína. Frjálst markaðshagkerfi virkar á sama hátt. Ímyndum okkur til dæmis að Seðlabanki Evrópu hækki stýrivexti upp úr þurru. Það væri eins og að toga í strenginn – evrusvæðið færi inn í efnahagslægð en smám saman myndi verðlag og laun byrja að ná sér og hagkerfið myndi „rétta úr sér“ á ný. Friedman hélt því ekki fram að það myndi gerast hratt, og það færi eftir því hversu sveigjanleg laun og verðlag væru, en það myndi engu að síður gerast smám saman. Þetta er líka kjarninn í ráðleggingum Miltons Friedman til seðlabanka – ekki toga í strenginn. Haldið honum eins og hann er og truflið ekki hagkerfið með óútreiknanlegum breytingum á peningamálastefnunni. Haldið ykkur við skýrar og gegnsæjar reglur og þá er líklegt að markaðskerfið haldi hagkerfinu stöðugu. Þannig er hagsveiflan aðeins til að svo miklu leyti sem stjórnvöld klúðra hlutunum. Og í tilfelli Íslands? Náttúruöflin leika stórt hlutverk – spyrjið hvaða sjómann sem er um það, en það er ekki það sama og að segja að sjö mögur ár hljóti að koma á eftir sjö feitum árum.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun