Höfum hátt Magnús Guðmundsson skrifar 5. júlí 2017 07:00 Það er aðdáunarvert að fylgjast með baráttu stúlknanna sem urðu fórnarlömb Róberts Árna Hreiðarssonar, nú Robert Downey, fyrir réttlæti og bættu samfélagi. Róbert Árna, sem í september 2007 hlaut þriggja ára fangelsi fyrir brot gegn fjórum unglingsstúlkum, hlotnaðist uppreist æru í september á síðasta ári og í vor staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms um að veita honum lögmannsréttindi að nýju. Uppreist æru fyrir kynferðisglæpamann á borð við Robert hefur afleiðingar fyrir fleiri en hann. Fyrir hann felur það í sér að hann getur að nýju stundað lögmannsstörf, jafnvel varið kynferðisbrotamenn, eins og ekkert hafi í skorist. Fyrir fórnarlömb þeirra kynferðisbrotamanna geta afleiðingarnar orðið enn alvarlegri en ella, ferlið erfiðara og óttinn meiri svo dæmi sé tekið. Fyrir fórnarlömb Roberts eru afleiðingarnar ótvírætt alvarlegar. Áfallið sem brotin og eftirleikur þeirra ollu stúlkunum snýr aftur af fullum þunga inn í líf þeirra og fjölskyldna þeirra. Kerfið rífur ofan af djúpum sárum sem hafa verið lengi að gróa og munu fylgja stúlkunum langa tíð með einum eða öðrum hætti. En það sem er óendanlega aðdáunarvert eru stúlkurnar og fjölskyldur þeirra sem hafa ákveðið að afleiðingarnar af þessum glórulausa og í raun grimma gjörningi, að reisa upp æru kynferðisbrotamanns, verði til góðs fyrir samfélagið. Verði til góðs fyrir aðrar stúlkur sem mögulega eru í sömu stöðu og fyrir tilstilli opinnar umræðu finni kjark til þess að leita sér hjálpar. Verði til góðs fyrir samfélag sem greinilega þarf að gera betur til þess að vernda möguleg fórnarlömb kynferðisofbeldis og styðja með mannsæmandi og faglegum hætti þá sem fyrir því verða, eins lengi og þarf og sama hvað það kostar. Verði til góðs fyrir þá sem hafa haft hug á því að beita kynferðisofbeldi í þá veru að viðkomandi átti sig og leiti sér hjálpar áður en slík voðaverk eru unnin. Verði til góðs fyrir stjórnsýslu þar sem enginn tekur ábyrgð en kjörnir ráðamenn skrifa undir pappíra fyrir embættismenn í fullkomnu ábyrgðar- og hugsunarleysi, á sama tíma og nöfn meðmælenda kynferðisbrotamanna njóta verndar og leyndar. Það er vonandi að viðkomandi einstaklingar; embættismenn, ráðamenn og meðmælendur, líti í eigin barm og beri hugrekki sitt, framferði og manngildi saman við hugrekki stúlknanna. Fréttir koma og fara. Það er eðli fjölmiðla að fjalla um fréttamál, tæma þau mögulega og halda síðan áfram. Fólk vill fá nýjar fréttir og það er í sjálfu sér eðlilegt. En skaðinn sem Robert Downey og nú íslenska ríkið er búið að valda hverfur ekki með sama hraða – langt frá því. Stúlkurnar og fjölskyldur þeirra hafa því farið þá leið að heyja þessa baráttu á öllum vígstöðvum og þá kemur netið sér vel. Þar eru öll skrif, hvatningar og samstaða merkt með myllumerkinu #höfumhátt og það skulum við líka gera. Við skulum hafa hátt með þeim og láta vita að við sættum okkur ekki við svona vinnubrögð og lítilsvirðingu gagnvart þeim sem síst skyldi. Við skulum hafa hátt fyrir þá sem þurfa á því að halda. Hafa hátt og búa til betra samfélag.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun
Það er aðdáunarvert að fylgjast með baráttu stúlknanna sem urðu fórnarlömb Róberts Árna Hreiðarssonar, nú Robert Downey, fyrir réttlæti og bættu samfélagi. Róbert Árna, sem í september 2007 hlaut þriggja ára fangelsi fyrir brot gegn fjórum unglingsstúlkum, hlotnaðist uppreist æru í september á síðasta ári og í vor staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms um að veita honum lögmannsréttindi að nýju. Uppreist æru fyrir kynferðisglæpamann á borð við Robert hefur afleiðingar fyrir fleiri en hann. Fyrir hann felur það í sér að hann getur að nýju stundað lögmannsstörf, jafnvel varið kynferðisbrotamenn, eins og ekkert hafi í skorist. Fyrir fórnarlömb þeirra kynferðisbrotamanna geta afleiðingarnar orðið enn alvarlegri en ella, ferlið erfiðara og óttinn meiri svo dæmi sé tekið. Fyrir fórnarlömb Roberts eru afleiðingarnar ótvírætt alvarlegar. Áfallið sem brotin og eftirleikur þeirra ollu stúlkunum snýr aftur af fullum þunga inn í líf þeirra og fjölskyldna þeirra. Kerfið rífur ofan af djúpum sárum sem hafa verið lengi að gróa og munu fylgja stúlkunum langa tíð með einum eða öðrum hætti. En það sem er óendanlega aðdáunarvert eru stúlkurnar og fjölskyldur þeirra sem hafa ákveðið að afleiðingarnar af þessum glórulausa og í raun grimma gjörningi, að reisa upp æru kynferðisbrotamanns, verði til góðs fyrir samfélagið. Verði til góðs fyrir aðrar stúlkur sem mögulega eru í sömu stöðu og fyrir tilstilli opinnar umræðu finni kjark til þess að leita sér hjálpar. Verði til góðs fyrir samfélag sem greinilega þarf að gera betur til þess að vernda möguleg fórnarlömb kynferðisofbeldis og styðja með mannsæmandi og faglegum hætti þá sem fyrir því verða, eins lengi og þarf og sama hvað það kostar. Verði til góðs fyrir þá sem hafa haft hug á því að beita kynferðisofbeldi í þá veru að viðkomandi átti sig og leiti sér hjálpar áður en slík voðaverk eru unnin. Verði til góðs fyrir stjórnsýslu þar sem enginn tekur ábyrgð en kjörnir ráðamenn skrifa undir pappíra fyrir embættismenn í fullkomnu ábyrgðar- og hugsunarleysi, á sama tíma og nöfn meðmælenda kynferðisbrotamanna njóta verndar og leyndar. Það er vonandi að viðkomandi einstaklingar; embættismenn, ráðamenn og meðmælendur, líti í eigin barm og beri hugrekki sitt, framferði og manngildi saman við hugrekki stúlknanna. Fréttir koma og fara. Það er eðli fjölmiðla að fjalla um fréttamál, tæma þau mögulega og halda síðan áfram. Fólk vill fá nýjar fréttir og það er í sjálfu sér eðlilegt. En skaðinn sem Robert Downey og nú íslenska ríkið er búið að valda hverfur ekki með sama hraða – langt frá því. Stúlkurnar og fjölskyldur þeirra hafa því farið þá leið að heyja þessa baráttu á öllum vígstöðvum og þá kemur netið sér vel. Þar eru öll skrif, hvatningar og samstaða merkt með myllumerkinu #höfumhátt og það skulum við líka gera. Við skulum hafa hátt með þeim og láta vita að við sættum okkur ekki við svona vinnubrögð og lítilsvirðingu gagnvart þeim sem síst skyldi. Við skulum hafa hátt fyrir þá sem þurfa á því að halda. Hafa hátt og búa til betra samfélag.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. júlí.