Vanmetin Costco-áhrif? Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 4. júlí 2017 07:00 Það var fagnaðarefni þegar samkeppnisumhverfið í smásölu tók stórt stökk fram á við til hins betra með tilkomu Costco, enda láta viðbrögðin ekki á sér standa. Neytendur bera saman verð og gæði á síðum samfélagsmiðlanna og verðvitund þeirra eykst í kjölfarið. Því setur það óneitanlega að manni ugg að sjá ummæli forstjóra N1 sem hefur ekki miklar áhyggjur af innkomu Costco á eldsneytismarkaðinn. Þar á bæ spá menn því að jafnvægi verði aftur komið á markaðinn áður en langt um líður, þegar nýjabrumið verður runnið af neytendum og allt verður fallið í sama farið aftur, eins og ekkert hafi í skorist. Er lækkandi vöruverð tímabundinn sumarsmellur sem rennur sitt skeið á enda? Má skilja þessi ummæli sem svo að smásalinn ætli að bregðast neytendum og heimilunum í landinu sem sjá nú fram á lækkandi vöruverð og aukinn kaupmátt samhliða aukinni samkeppni? Fram hefur komið að álagning verslana og/eða vöruverð er hærra hér á landi en almennt gerist í nágrannalöndum okkar og hefur Samkeppniseftirlitið bent á þá staðreynd. Fákeppni og samþjöppun hafa hamlað heilbrigðri samkeppni og eru neytendur berskjaldaðir gagnvart stærð ráðandi aðila. Þá er samkeppnismenningin enn að slíta barnsskónum og hugarfar þeirra sem stýra vöruverði snýst öðru fremur um skammtímasjónarmið. Vöruverð hefur t.d. ekki lækkað í takt við styrkingu krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og er það miður. Enda kom það á daginn að eftir að alþjóðleg samkeppni var orðin staðreynd, tók verslunin skyndilega við sér og fór í róttækar hagræðingaraðgerðir til að mjaka vöruverðinu eilítið niður á við. Hingað til hafa neytendur haft takmarkað val, á mörgum sviðum, um gæði og úrval. Virk samkeppni skiptir því öllu og er gríðarlega mikilvæg fyrir heimilin í landinu, efnahagslegan vöxt hagkerfisins og ekki síst fyrir verslunina sjálfa. Neytendur hafa val um vöru og verð og eru því virkir þátttakendur í samkeppnisumhverfinu. Aðhald frá þeim er mikilvægasta vopnið í baráttunni við að bæta samkeppnismenninguna svo vöruverð verði sambærilegt og í nágrannalöndum okkar.Tækifærið rann þeim úr greipum Verslunin fékk tækifæri til að lækka verð án þess að það kæmi niður á álagningunni hjá þeim sem eiga í hlut. Í tíð síðustu ríkisstjórnar voru skattar lækkaðir, vörugjöld afnumin, tollar felldir niður og tollar lækkaðir af landbúnaðarvörum til að örva samkeppni. Aðgerðirnar sem verslunin kallaði sjálf eftir skiluðu sér ekki að fullu til heimilanna en þess í stað virðist sem þær hafi fyrst og fremst skilað sér í hærri álagningu heildsala og verslunar. Þá kemur of mikil samþjöppun niður á greininni sjálfri. Framleiðni minnkar, óhagræði eykst, vöruverð hækkar og hvatar til nýsköpunar minnka. Smærri smásalar eiga erfiðara um vik að hasla sér völl á markaðnum því þeir þurfa að borga mun hærra verð en stærri verslanakeðjur og er skýringin ekki alltaf rakin til magninnkaupa. Það var á sínum tíma óskiljanlegt að Samkeppniseftirlitið heimilaði að til væri einn risi á smásölu- og heildsölumarkaði sem nú heitir Hagar. Launakjör stjórnenda og hagnaður risans síðustu ár benda til fákeppni og að neytendur hafi greitt óhóflega hátt verð. Það er vonandi að leikreglurnar séu að breytast. Sú staðreynd liggur fyrir að fleiri heimili í landinu eru nú að upplifa lægra vöruverð. Komið hefur í ljós að hægt er að bjóða upp á sambærilegt verð hér á landi og í nágrannalöndum okkar, sé viljinn fyrir hendi. Hver vill ekki sanngjarna skiptingu á milli neytenda og seljanda sem styður við skilvirkni á markaðnum og betri lífskjör til lengri tíma? Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Það var fagnaðarefni þegar samkeppnisumhverfið í smásölu tók stórt stökk fram á við til hins betra með tilkomu Costco, enda láta viðbrögðin ekki á sér standa. Neytendur bera saman verð og gæði á síðum samfélagsmiðlanna og verðvitund þeirra eykst í kjölfarið. Því setur það óneitanlega að manni ugg að sjá ummæli forstjóra N1 sem hefur ekki miklar áhyggjur af innkomu Costco á eldsneytismarkaðinn. Þar á bæ spá menn því að jafnvægi verði aftur komið á markaðinn áður en langt um líður, þegar nýjabrumið verður runnið af neytendum og allt verður fallið í sama farið aftur, eins og ekkert hafi í skorist. Er lækkandi vöruverð tímabundinn sumarsmellur sem rennur sitt skeið á enda? Má skilja þessi ummæli sem svo að smásalinn ætli að bregðast neytendum og heimilunum í landinu sem sjá nú fram á lækkandi vöruverð og aukinn kaupmátt samhliða aukinni samkeppni? Fram hefur komið að álagning verslana og/eða vöruverð er hærra hér á landi en almennt gerist í nágrannalöndum okkar og hefur Samkeppniseftirlitið bent á þá staðreynd. Fákeppni og samþjöppun hafa hamlað heilbrigðri samkeppni og eru neytendur berskjaldaðir gagnvart stærð ráðandi aðila. Þá er samkeppnismenningin enn að slíta barnsskónum og hugarfar þeirra sem stýra vöruverði snýst öðru fremur um skammtímasjónarmið. Vöruverð hefur t.d. ekki lækkað í takt við styrkingu krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og er það miður. Enda kom það á daginn að eftir að alþjóðleg samkeppni var orðin staðreynd, tók verslunin skyndilega við sér og fór í róttækar hagræðingaraðgerðir til að mjaka vöruverðinu eilítið niður á við. Hingað til hafa neytendur haft takmarkað val, á mörgum sviðum, um gæði og úrval. Virk samkeppni skiptir því öllu og er gríðarlega mikilvæg fyrir heimilin í landinu, efnahagslegan vöxt hagkerfisins og ekki síst fyrir verslunina sjálfa. Neytendur hafa val um vöru og verð og eru því virkir þátttakendur í samkeppnisumhverfinu. Aðhald frá þeim er mikilvægasta vopnið í baráttunni við að bæta samkeppnismenninguna svo vöruverð verði sambærilegt og í nágrannalöndum okkar.Tækifærið rann þeim úr greipum Verslunin fékk tækifæri til að lækka verð án þess að það kæmi niður á álagningunni hjá þeim sem eiga í hlut. Í tíð síðustu ríkisstjórnar voru skattar lækkaðir, vörugjöld afnumin, tollar felldir niður og tollar lækkaðir af landbúnaðarvörum til að örva samkeppni. Aðgerðirnar sem verslunin kallaði sjálf eftir skiluðu sér ekki að fullu til heimilanna en þess í stað virðist sem þær hafi fyrst og fremst skilað sér í hærri álagningu heildsala og verslunar. Þá kemur of mikil samþjöppun niður á greininni sjálfri. Framleiðni minnkar, óhagræði eykst, vöruverð hækkar og hvatar til nýsköpunar minnka. Smærri smásalar eiga erfiðara um vik að hasla sér völl á markaðnum því þeir þurfa að borga mun hærra verð en stærri verslanakeðjur og er skýringin ekki alltaf rakin til magninnkaupa. Það var á sínum tíma óskiljanlegt að Samkeppniseftirlitið heimilaði að til væri einn risi á smásölu- og heildsölumarkaði sem nú heitir Hagar. Launakjör stjórnenda og hagnaður risans síðustu ár benda til fákeppni og að neytendur hafi greitt óhóflega hátt verð. Það er vonandi að leikreglurnar séu að breytast. Sú staðreynd liggur fyrir að fleiri heimili í landinu eru nú að upplifa lægra vöruverð. Komið hefur í ljós að hægt er að bjóða upp á sambærilegt verð hér á landi og í nágrannalöndum okkar, sé viljinn fyrir hendi. Hver vill ekki sanngjarna skiptingu á milli neytenda og seljanda sem styður við skilvirkni á markaðnum og betri lífskjör til lengri tíma? Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun