Erlent

Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron

Atli Ísleifsson skrifar
Emmanuel Macron tók við embætti Frakklandsforseta í maí síðastliðinn.
Emmanuel Macron tók við embætti Frakklandsforseta í maí síðastliðinn. Vísir/AFP
23 ára karlmaður hefur verið handtekinn fyrir að hafa lýst því yfir á netinu að hann hafi ætlað sér að myrða Emmanuel Macron Frakklandsforseta.

RMC greinir frá því að maðurinn, sem er atvinnulaus, hafi stært sig af því á spjallsvæði á netinu fyrir tölvuleikjaunnendur að hann hafi ætlað að myrða Macron í fyrirhuguðum hátíðarhöldum á breiðstrætinu Champs-Élysées á Bastilludeginum 14. júlí næstkomandi.

Maðurinn sagðist þar ætla kaupa sjálfvirkt vopn og að hann hafi áður hlotið dóm fyrir að hafa lýst yfir stuðningi við hryðjuverkasamtök. Hann er sagður vera öfgaþjóðernissinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×