Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon skrifar 3. júlí 2017 09:45 Afleysingastúlka í Leikskólanum 101 náði haustið 2013 myndbandsbroti af starfssystur sinni „flengja“ stúlkubarn. Í stað þess að kvarta til yfirmanna á þessum 7 manna vinnustað var myndbandinu komið beint til Kastljóssins og nú gerðust hlutirnir hratt: Þessum 33 barna skóla var umsvifalaust lokað. Barnaverndarnefnd og Lögreglan í Reykjavík tóku yfir málið. Foreldrum var eðlilega brugðið. Ljóst var að umræddir foreldrar yrðu í knappri stöðu því hvergi var laust pláss í leikskólum borgarinnar. Sá sem þetta ritar var í þeim hópi og mátti á næstu vikum gjalda dýru verði þjónustu aðstoðarfólks þar til hægt var að troða okkar barni sem og öðrum fórnarlömbum umræddra aðstæðna inn í leikskóla annarra hverfa, skóla sem þó voru allir þegar yfirfullir. Upphófst nú alllangt tímabil 90 mínútna daglegra bíltúra á háannatíma, til og frá því úthverfi sem okkur bauðst pláss í. Undirritaður óskaði nokkrum mánuðum síðar eftir niðurstöðum rannsókna þessa máls sem svo áþreifanlega hafði komið við dagskrá og pyngju fjölskyldu okkar og annarra. Engin svör bárust. Eigendur og starfsfólk skólans hafði beðið alvarlega hnekki á starfsheiðri sínum og trúverðugleika. Starfsfólkið missti vinnuna og eigendur glötuðu fyrirtæki sínu. Á miðju ári 2015 var undirritaðan farið svo að lengja eftir niðurstöðum að hann bankaði upp á hjá lögreglunni. Þar reyndist fátt um svör, þótt rannsókn málsins væri löngu lokið. Það eina sem fulltrúar lögreglunnar voru reiðubúnir að láta hafa eftir sér: „Of mörg börn á Leikskólanum 101!“ Akkúrat. Hin 18 mánaða rannsókn hafði leitt í ljós að myndbandið fræga innbar ekkert saknæmt eða refsivert. Hins vegar hafði skólanum orðið á í messunni er tveimur börnum var heimiluð vist umfram leyfilegan kvóta. En afrakstur alls þessa hafði jú þýtt að tveimur til þremur börnum hafði nú verið troðið í alla leikskóla höfuðborgarsvæðisins umfram það sem leyfilegt var! Þó vissulega séum við sammála um að láta börnin okkar ávallt njóta vafans, gætum við hugsanlega lært eitthvað af ofangreindu um hvernig EKKI skyldi hrapa að niðurstöðum í málum af þessum toga, en saga þessi rifjaðist einmitt upp að gefnu tilefni nú um helgina. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Afleysingastúlka í Leikskólanum 101 náði haustið 2013 myndbandsbroti af starfssystur sinni „flengja“ stúlkubarn. Í stað þess að kvarta til yfirmanna á þessum 7 manna vinnustað var myndbandinu komið beint til Kastljóssins og nú gerðust hlutirnir hratt: Þessum 33 barna skóla var umsvifalaust lokað. Barnaverndarnefnd og Lögreglan í Reykjavík tóku yfir málið. Foreldrum var eðlilega brugðið. Ljóst var að umræddir foreldrar yrðu í knappri stöðu því hvergi var laust pláss í leikskólum borgarinnar. Sá sem þetta ritar var í þeim hópi og mátti á næstu vikum gjalda dýru verði þjónustu aðstoðarfólks þar til hægt var að troða okkar barni sem og öðrum fórnarlömbum umræddra aðstæðna inn í leikskóla annarra hverfa, skóla sem þó voru allir þegar yfirfullir. Upphófst nú alllangt tímabil 90 mínútna daglegra bíltúra á háannatíma, til og frá því úthverfi sem okkur bauðst pláss í. Undirritaður óskaði nokkrum mánuðum síðar eftir niðurstöðum rannsókna þessa máls sem svo áþreifanlega hafði komið við dagskrá og pyngju fjölskyldu okkar og annarra. Engin svör bárust. Eigendur og starfsfólk skólans hafði beðið alvarlega hnekki á starfsheiðri sínum og trúverðugleika. Starfsfólkið missti vinnuna og eigendur glötuðu fyrirtæki sínu. Á miðju ári 2015 var undirritaðan farið svo að lengja eftir niðurstöðum að hann bankaði upp á hjá lögreglunni. Þar reyndist fátt um svör, þótt rannsókn málsins væri löngu lokið. Það eina sem fulltrúar lögreglunnar voru reiðubúnir að láta hafa eftir sér: „Of mörg börn á Leikskólanum 101!“ Akkúrat. Hin 18 mánaða rannsókn hafði leitt í ljós að myndbandið fræga innbar ekkert saknæmt eða refsivert. Hins vegar hafði skólanum orðið á í messunni er tveimur börnum var heimiluð vist umfram leyfilegan kvóta. En afrakstur alls þessa hafði jú þýtt að tveimur til þremur börnum hafði nú verið troðið í alla leikskóla höfuðborgarsvæðisins umfram það sem leyfilegt var! Þó vissulega séum við sammála um að láta börnin okkar ávallt njóta vafans, gætum við hugsanlega lært eitthvað af ofangreindu um hvernig EKKI skyldi hrapa að niðurstöðum í málum af þessum toga, en saga þessi rifjaðist einmitt upp að gefnu tilefni nú um helgina. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar