Lögreglan varar við netglæpum Ingvar Þór Björnsson skrifar 2. júlí 2017 11:27 Þrír flokkar netglæpa hafa verið mest áberandi að undanförnu, BEC tölvupóstasvindl, íbúðasvindl og vefveiðar. Getty Almenningur hefur verið duglegur að senda lögreglunni ábendingar varðandi netglæpi. Í sumum tilvikum hafa þessar upplýsingar leitt til þess að hægt hefur verið að bjarga öðrum frá því að missa fjármuni. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan, fjármálaeftirlitið og viðskiptabankar eru í góðu samstarfi og deila hratt upplýsingum sem geta leitt til þess að stöðva slík brot. Margar síur eru til staðar og heilmikið er í gangi til að verja fólk frá netglæpamönnum. „Á sama tíma erum við að sjá þróun í aðferðum tölvuþrjótanna. Þeir ganga lengra og lengra í að ljá svikum sínum trúverðugleika. Til að mynda kom upp síða í svikamáli sem gekk út á að fá manneskju til að halda að pakki væri á leið til viðkomandi. Pakki sem síðan bættust á alls kyns gjöld. Við höfum séð slíkt áður og þá hefur fólk verið að fá falska tölvupósta sem búið að er að eiga við til að gera þá meira sannfærandi. En hér var gengið skrefinu lengra og viðkomandi fékk tilvísunarnúmer sem hann gat slegið inn á falskri heimasíðu. Auðvitað er enginn pakki til en þetta er aukið stig í að ljá lyginni trúverðugleika,” segir í tilkynningunni. Þrír flokkar netglæpa hafa verið mest áberandi að undanförnu, BEC tölvupóstasvindl, íbúðasvindl og vefveiðar.BEC tölvupóstasvindl beinist einna helst gegn fyrirtækjum og stofnunum. Þá er sendur út tölvupóstur sem tengist viðskiptum fyrirtækisins jafnvel í nafni starfsmanns. Í íbúðasvindli er fölsk eign auglýst og fólk látið senda út peninga. Fólk af erlendum uppruna er sérstaklega hætt við að lenda í þessu samkvæmt lögreglunni. Í vefveiðum er reynt að komast yfir kortaupplýsingar einstaklings. Til að mynda var nýlega gerð tilraun til að komast yfir kortaupplýsingar þar sem tölvuþrjótarnir komu fram í nafni Símans. Hægt er að senda ábendingar um svik á netinu á abendingar@lrh.is Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Almenningur hefur verið duglegur að senda lögreglunni ábendingar varðandi netglæpi. Í sumum tilvikum hafa þessar upplýsingar leitt til þess að hægt hefur verið að bjarga öðrum frá því að missa fjármuni. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan, fjármálaeftirlitið og viðskiptabankar eru í góðu samstarfi og deila hratt upplýsingum sem geta leitt til þess að stöðva slík brot. Margar síur eru til staðar og heilmikið er í gangi til að verja fólk frá netglæpamönnum. „Á sama tíma erum við að sjá þróun í aðferðum tölvuþrjótanna. Þeir ganga lengra og lengra í að ljá svikum sínum trúverðugleika. Til að mynda kom upp síða í svikamáli sem gekk út á að fá manneskju til að halda að pakki væri á leið til viðkomandi. Pakki sem síðan bættust á alls kyns gjöld. Við höfum séð slíkt áður og þá hefur fólk verið að fá falska tölvupósta sem búið að er að eiga við til að gera þá meira sannfærandi. En hér var gengið skrefinu lengra og viðkomandi fékk tilvísunarnúmer sem hann gat slegið inn á falskri heimasíðu. Auðvitað er enginn pakki til en þetta er aukið stig í að ljá lyginni trúverðugleika,” segir í tilkynningunni. Þrír flokkar netglæpa hafa verið mest áberandi að undanförnu, BEC tölvupóstasvindl, íbúðasvindl og vefveiðar.BEC tölvupóstasvindl beinist einna helst gegn fyrirtækjum og stofnunum. Þá er sendur út tölvupóstur sem tengist viðskiptum fyrirtækisins jafnvel í nafni starfsmanns. Í íbúðasvindli er fölsk eign auglýst og fólk látið senda út peninga. Fólk af erlendum uppruna er sérstaklega hætt við að lenda í þessu samkvæmt lögreglunni. Í vefveiðum er reynt að komast yfir kortaupplýsingar einstaklings. Til að mynda var nýlega gerð tilraun til að komast yfir kortaupplýsingar þar sem tölvuþrjótarnir komu fram í nafni Símans. Hægt er að senda ábendingar um svik á netinu á abendingar@lrh.is
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira