Erlent

Trump hyggst ekki minnka notkun sína á samfélagsmiðlum

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Trump telur að samfélagsmiðlar hafi gefið honum tækifæri til að ná beint til almennings.
Trump telur að samfélagsmiðlar hafi gefið honum tækifæri til að ná beint til almennings. vísir/getty
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hyggst ekki minnka notkun sína á samfélagsmiðlum. Sætti hann talsverði gagnrýni fyrir Twitter-storm sinn í síðustu viku sem beindist að tveimur sjónvarpsmönnum MSNBC.

Fjölmargir, þar á meðal Repúblikanar, gagnrýndu Trump fyrir tístin. Þannig bað einn öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins forsetann um að einfaldlega hætta þar sem þetta væri ekki eðlilegt.

Trump kallaði Mika jafn heimskan og stein
Trump varði hegðun sína á samfélagsmiðlum í röð tísta seint í gærkvöldi. Telur hann að samfélagsmiðlar hafi gefið honum tækifæri til að ná beint til almennings. Segir hann að notkun hans á þeim sé ekki í anda forseta, heldur nútíma forseta.

Telur hann að notkun hans á samfélagsmiðlum sé í anda nútíma forseta.
Falskar fréttir og sviksamlegir fjölmiðlar eru að vinna hörðum höndum við að sannfæra Repúblikana um að fá mig til að hætta á samfélagsmiðlum - en munið, ég vann,“ sagði Trump á Twitter

Donald Trump er með rúmlega 33 milljónir fylgjenda á Twitter. 

En munið, ég vann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×