Enski boltinn

Willy Caballero til meistaranna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Willy Caballero var aðallega í hlutverki varamarkvarðar hjá City.
Willy Caballero var aðallega í hlutverki varamarkvarðar hjá City. vísir/getty
Argentínski markvörðurinn Willy Caballero er genginn í raðir Chelsea frá Manchester City.

Caballero fékk ekki nýjan samning hjá City svo Englandsmeistararnir nýttu tækifærið og náðu í varamarkvörð fyrir Thibaut Courtois.

Asmir Begovic, sem hefur verið varamarkvörður hjá Chelsea undanfarin tvö ár, er farinn til Bournemouth.

Caballero kom til City frá Málaga sumarið 2014. Hann átti hvað stærstan þátt í því að City vann deildabikarinn í fyrra en hann varði þrjár spyrnur í vítakeppninni gegn Liverpool í úrslitaleiknum.

Caballero lék alls 47 leiki fyrir City í öllum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×