Google "Facebook-væðir“ viðmót sitt Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2017 23:57 Google ætlar að taka Facebook sér til fyrirmyndar og mun bæta fréttaveitu við viðmót sitt. Google Google kynnti í dag einstaklingssniðna fréttaveitu, líkt og þá sem notendur þekkja af Facebook. Fyrst um sinn verður veitunni komið fyrir í Google-smáforritinu fyrir iOS og Android-tæki en fyrirtækið hefur í hyggju að bæta henni einnig við Google-heimasíðuna. Viðbótinni er ætlað að sýna notendum efni sem þeir gætu haft áhuga á áður en þeir slá orð inn í leitarvélina. Fréttaveitan mun til að mynda birta fréttir, myndbönd og tónlist sem allt verður sérvalið á grundvelli leitarorða sem viðkomandi notendur hafa áður slegið inn í leitarvélina. Þó er sérstaklega tekið fram að fréttir sem birtast verði úr smiðju fjölmiðla úr mörgum áttum svo fólk geti fylgt efnisveitum sem bjóði upp á fjölbreytt sjónarhorn. Þá verður notendum gert kleift að „fylgja“ ákveðnum leitarniðurstöðum til að sníða fréttaveituna betur að áhugasviðum sínum. Heimasíða Google er sú vefsíða á netinu sem fær flestar heimsóknir en hún hefur hingað til verið þekkt fyrir stílhreint viðmót. Með nýju fréttaveitunni verður ef til vill breyting þar á. Þá hefur fréttastofa Breska ríkisútvarpsins ekki fengið staðfest hvort Google muni birta auglýsingar í veitunni líkt og fyrirmyndin, Facebook. Hægt er að kynna sér nýjungina frekar í tilkynningu frá Google. Google Tækni Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Google kynnti í dag einstaklingssniðna fréttaveitu, líkt og þá sem notendur þekkja af Facebook. Fyrst um sinn verður veitunni komið fyrir í Google-smáforritinu fyrir iOS og Android-tæki en fyrirtækið hefur í hyggju að bæta henni einnig við Google-heimasíðuna. Viðbótinni er ætlað að sýna notendum efni sem þeir gætu haft áhuga á áður en þeir slá orð inn í leitarvélina. Fréttaveitan mun til að mynda birta fréttir, myndbönd og tónlist sem allt verður sérvalið á grundvelli leitarorða sem viðkomandi notendur hafa áður slegið inn í leitarvélina. Þó er sérstaklega tekið fram að fréttir sem birtast verði úr smiðju fjölmiðla úr mörgum áttum svo fólk geti fylgt efnisveitum sem bjóði upp á fjölbreytt sjónarhorn. Þá verður notendum gert kleift að „fylgja“ ákveðnum leitarniðurstöðum til að sníða fréttaveituna betur að áhugasviðum sínum. Heimasíða Google er sú vefsíða á netinu sem fær flestar heimsóknir en hún hefur hingað til verið þekkt fyrir stílhreint viðmót. Með nýju fréttaveitunni verður ef til vill breyting þar á. Þá hefur fréttastofa Breska ríkisútvarpsins ekki fengið staðfest hvort Google muni birta auglýsingar í veitunni líkt og fyrirmyndin, Facebook. Hægt er að kynna sér nýjungina frekar í tilkynningu frá Google.
Google Tækni Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira