Stytta ferðatímann milli London og Keflavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2017 20:30 Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hefja beint flug til Íslands í haust frá London City-flugvellinum, sem styttir ferðatímann frá miðborg Lundúna. Um þetta var fjallað í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það telst vart til tíðinda lengur að erlend flugfélög tilkynni um fleiri flugferðir og brottfararstaði til Íslands. Tilkynning British Airways í gær vekur þó sérstaka athygli vegna flugvallarins, sem bætist nú við flóru áfangastaða, en það er London City-flugvöllurinn í fjármálahverfi Lundúna. Flugbrautin er aðeins 1.500 metra löng. Fjær sést í ána Thames og O2-tónleikahöllina.Mynd/London City Airport.Flugvöllurinn er ekki nema þrjátíu ára gamall og sá lang minnsti á Lundúnasvæðinu, með aðeins einni 1500 metra langri flugbraut, en þess má geta að brautin á Ísafjarðarflugvelli er litlu styttri, eða 1400 metrar. Aðflugið að London City-vellinum er rétt yfir háhýsum fjármálahverfisins en vegna þeirra og til að draga úr hávaðamengun yfir miðborg Lundúna er gerð krafa um óvenju bratt aðflug. Þannig er gert að skilyrði að aðflugshalli sé 5,5 gráður, sem er tvöfalt brattara aðflug en almennt tíðkast, sem þýðir að ónæði fyrir borgarbúa verður minna.Gerð er krafa um tvöfalt brattara aðflug en almennt tíðkast til að draga úr ónæði yfir miðborg Lundúna.Mynd/British Airways.Stærstu kostir vallarins eru tímasparnaður farþega, ekki aðeins vegna staðsetningar hans inni í borginni heldur einnig vegna þess að innritunartími farþega er styttri en á Heathrow og Gatwick. British Airways ætlar að nota litlar farþegaþotur af gerðinni Embraer til Íslandsflugsins en þær eru með fjögur sæti í röð og taka tæplega 100 farþega. Flugið hefst í október og verður flogið tvisvar í viku til Keflavíkur, á fimmtudögum og sunnudögum. Einungis verður flogið yfir vetrartímann enda ætlar breska flugfélagið sérstaklega að höfða til þeirra sem ætla í stutta borgarferð yfir helgi.Þotur af gerðinni Embraer verða notaðar í fluginu milli London City-vallarins og Keflavíkur. Styttri gerðin, Embraer 170, tekur 76 farþega, en sú lengri, Embraer 190, tekur 98 farþega.Mynd/British Airways. Tengdar fréttir Áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. 28. júní 2017 12:48 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hefja beint flug til Íslands í haust frá London City-flugvellinum, sem styttir ferðatímann frá miðborg Lundúna. Um þetta var fjallað í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það telst vart til tíðinda lengur að erlend flugfélög tilkynni um fleiri flugferðir og brottfararstaði til Íslands. Tilkynning British Airways í gær vekur þó sérstaka athygli vegna flugvallarins, sem bætist nú við flóru áfangastaða, en það er London City-flugvöllurinn í fjármálahverfi Lundúna. Flugbrautin er aðeins 1.500 metra löng. Fjær sést í ána Thames og O2-tónleikahöllina.Mynd/London City Airport.Flugvöllurinn er ekki nema þrjátíu ára gamall og sá lang minnsti á Lundúnasvæðinu, með aðeins einni 1500 metra langri flugbraut, en þess má geta að brautin á Ísafjarðarflugvelli er litlu styttri, eða 1400 metrar. Aðflugið að London City-vellinum er rétt yfir háhýsum fjármálahverfisins en vegna þeirra og til að draga úr hávaðamengun yfir miðborg Lundúna er gerð krafa um óvenju bratt aðflug. Þannig er gert að skilyrði að aðflugshalli sé 5,5 gráður, sem er tvöfalt brattara aðflug en almennt tíðkast, sem þýðir að ónæði fyrir borgarbúa verður minna.Gerð er krafa um tvöfalt brattara aðflug en almennt tíðkast til að draga úr ónæði yfir miðborg Lundúna.Mynd/British Airways.Stærstu kostir vallarins eru tímasparnaður farþega, ekki aðeins vegna staðsetningar hans inni í borginni heldur einnig vegna þess að innritunartími farþega er styttri en á Heathrow og Gatwick. British Airways ætlar að nota litlar farþegaþotur af gerðinni Embraer til Íslandsflugsins en þær eru með fjögur sæti í röð og taka tæplega 100 farþega. Flugið hefst í október og verður flogið tvisvar í viku til Keflavíkur, á fimmtudögum og sunnudögum. Einungis verður flogið yfir vetrartímann enda ætlar breska flugfélagið sérstaklega að höfða til þeirra sem ætla í stutta borgarferð yfir helgi.Þotur af gerðinni Embraer verða notaðar í fluginu milli London City-vallarins og Keflavíkur. Styttri gerðin, Embraer 170, tekur 76 farþega, en sú lengri, Embraer 190, tekur 98 farþega.Mynd/British Airways.
Tengdar fréttir Áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. 28. júní 2017 12:48 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. 28. júní 2017 12:48