Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2017 10:36 Hótelstjórinn telur að um altjón sé að ræða en lögreglan rannsakar enn vettvang og eru eldsupptök óljós. pétur snæbjörnsson Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. Sjö starfsmenn hótelsins sem búa í húsinu voru í fastasvefni þegar eldurinn kom en konan, sem er einnig starfmaður hótelsins og býr í næsta húsi, náði að vekja þá sem voru inni í brennandi húsinu og komust þeir út af sjálfsdáðum. Enginn slasaðist eða fékk reykeitrun en Pétur segir að fólkið sé í áfalli eftir eldsvoðann. „Menn eru bara í áfalli. Það var náttúrulega ekki svefnsöm nóttin og þetta tekur allavega daginn, vonandi ekki lengri tíma. Menn fóru bara beint upp úr rúminu og út og hann Kristján sem var þarna húsráðandi stóð sig mjög vel í því að koma mönnum út úr húsi,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu.Sjö starfsmenn hótelsins bjuggu í húsinu en annar samstarfsmaður og nágranni varð eldsins var og bjargaði mannslífum að því er hótelstjórinn telur.pétur snæbjörnssonHúsið byggt árið 1963 Hann segir að konan sem lét vita af eldsvoðanum hafi komið til ómetanlegrar hjálpar. „Maður hefur nú oft fjargviðrast við ungdómnum í sumarnóttinni að vilja ekki sofa og bara vaka en þarna kom það sér vel,“ segir Pétur. Eldsupptök eru óljós en lögreglan er enn að rannsaka vettvang. Pétur segist telja líklegt að um altjón sé að ræða en þegar lögreglan muni afhenda vettvanginn muni hann fá tryggingafélagið til að koma og meta tjónið. „Í dag erum við bara að hugsa um þessa mannlegu þætti, að koma fólkinu fyrir sem dvaldi í húsinu og finna þeim nýtt húsnæði.“ Húsið var byggt árið 1963, er steinsteypt og með stení-klæðningu að utan. Tengdar fréttir Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. Sjö starfsmenn hótelsins sem búa í húsinu voru í fastasvefni þegar eldurinn kom en konan, sem er einnig starfmaður hótelsins og býr í næsta húsi, náði að vekja þá sem voru inni í brennandi húsinu og komust þeir út af sjálfsdáðum. Enginn slasaðist eða fékk reykeitrun en Pétur segir að fólkið sé í áfalli eftir eldsvoðann. „Menn eru bara í áfalli. Það var náttúrulega ekki svefnsöm nóttin og þetta tekur allavega daginn, vonandi ekki lengri tíma. Menn fóru bara beint upp úr rúminu og út og hann Kristján sem var þarna húsráðandi stóð sig mjög vel í því að koma mönnum út úr húsi,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu.Sjö starfsmenn hótelsins bjuggu í húsinu en annar samstarfsmaður og nágranni varð eldsins var og bjargaði mannslífum að því er hótelstjórinn telur.pétur snæbjörnssonHúsið byggt árið 1963 Hann segir að konan sem lét vita af eldsvoðanum hafi komið til ómetanlegrar hjálpar. „Maður hefur nú oft fjargviðrast við ungdómnum í sumarnóttinni að vilja ekki sofa og bara vaka en þarna kom það sér vel,“ segir Pétur. Eldsupptök eru óljós en lögreglan er enn að rannsaka vettvang. Pétur segist telja líklegt að um altjón sé að ræða en þegar lögreglan muni afhenda vettvanginn muni hann fá tryggingafélagið til að koma og meta tjónið. „Í dag erum við bara að hugsa um þessa mannlegu þætti, að koma fólkinu fyrir sem dvaldi í húsinu og finna þeim nýtt húsnæði.“ Húsið var byggt árið 1963, er steinsteypt og með stení-klæðningu að utan.
Tengdar fréttir Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12