Innlent

Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn

Gissur Sigurðsson skrifar
Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp.
Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. Skjáskot/Google
Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gauss þar upp og náði fólkið á síðustu stundu að forða sér út og sakaði engan.

Það var um klukkan hálf fjögur í nótt sem konan varð eldsins vör, en hún býr í næsta húsi og kallaði þegar á slökkvilið.

Að sögn Lárusar Björnssonar aðstoðarslökkviliðsstjóra í slökkviliði Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar logaði eldur úr um glugga og dyr þegar liðið kom á vettvang, en liðinu tókst fljótt að hemja eldinn og slökkva hann, en tjónið er mikið.

Fjórar eða sex manneskjur vour í húsinu þegar eldurinn kviknaði, en búið er að ganga úr skugga um að allir komust út. Fólkið er starfsfólk á nálægu hóteli. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×