„Seðlabankinn verður að girða sig í brók“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júlí 2017 19:00 Þórir Garðarsson varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar. Norskt viðskiptablað segir að miklar áhyggjur séu af annarri kreppu á Íslandi. Varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar vísar því á bug að hrun sé framundan í ferðaþjónustu. Hann segir að óvissan um gengið sé stærsta vandamálið sem atvinnugreinin standi frammi fyrir og kallar eftir aðgerðum frá Seðlabankanum til að bregðast við gengisflökti. Undanfarið hafa birst fréttir um að blikur séu á lofti í íslenskri ferðaþjónustu. Þannig hafa bankarnir dregið úr útlánum til hótelafyrirtækja á landsbyggðinni og kortavelta erlendra ferðamanna hefur minnkað ekki síst vegna styrkingar krónunnar. Í norska norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv er umfjöllun um að menn óttist nýja kreppu í efnahagslífinu á Íslandi. Þar segir að vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi hafi tryggt viðsnúning í efnahagslífinu eftir bankahrunið en svona hraður og mikill vöxtur á skömmum tíma sé ekki sjálfbær. Þórir Garðarsson varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar segir að staðan sé viðkvæm. „Á vissan hátt eru blikur á lofti. Því miður er það að raungerast sem við höfðum spáð síðasta vetur, þegar umræðan um virðisaukaskatt var sem hæst, að áhrif gengisstyrkingar íslensku krónunnar eru núna klárlega komnar fram. Ferðamenn eyða minna, ferðamenn dveljast skemur og fara minna út á land. Það er ákveðið áhyggjuefni,“ segir Þórir. Er hrun yfirvofandi vegna afkomubrests í ferðaþjónustu? „Nei, það held ég ekki. Ekki hrun. Það getur verið að þetta sé svipuð niðursveifla og við upplifðum 2001 eftir mjög gott ár árið 2000.“ Þórir segir að óvissan um gengi krónunnar sé stærsta vandamálið og stjórnvöld verði að bregðast við því. „Það er bara alveg nauðsynlegt að stoppa þetta flökt á krónunni. Menn hafa talað um að lækka stýrivexti, það mun hafa mikil áhrif. Seðlabankinn verður að girða sig í brók og með öllum tiltækum ráðum, koma böndum á þetta flökt á krónunni,“ segir Þórir Garðarsson. Stýrivextir eða meginvextir Seðlabankans eru vextir af sjö daga bundnum innlánum lánastofnana hjá Seðlabankanum og voru þessir vextir lækkaðir um 0,25 prósentur í 4,5 prósent hinn 14. júní síðastliðinn. Næsti vaxtaákvörðunardagur peningastefnunefndar Seðlabankans er hinn 23. ágúst næstkomandi. Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Sjá meira
Norskt viðskiptablað segir að miklar áhyggjur séu af annarri kreppu á Íslandi. Varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar vísar því á bug að hrun sé framundan í ferðaþjónustu. Hann segir að óvissan um gengið sé stærsta vandamálið sem atvinnugreinin standi frammi fyrir og kallar eftir aðgerðum frá Seðlabankanum til að bregðast við gengisflökti. Undanfarið hafa birst fréttir um að blikur séu á lofti í íslenskri ferðaþjónustu. Þannig hafa bankarnir dregið úr útlánum til hótelafyrirtækja á landsbyggðinni og kortavelta erlendra ferðamanna hefur minnkað ekki síst vegna styrkingar krónunnar. Í norska norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv er umfjöllun um að menn óttist nýja kreppu í efnahagslífinu á Íslandi. Þar segir að vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi hafi tryggt viðsnúning í efnahagslífinu eftir bankahrunið en svona hraður og mikill vöxtur á skömmum tíma sé ekki sjálfbær. Þórir Garðarsson varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar segir að staðan sé viðkvæm. „Á vissan hátt eru blikur á lofti. Því miður er það að raungerast sem við höfðum spáð síðasta vetur, þegar umræðan um virðisaukaskatt var sem hæst, að áhrif gengisstyrkingar íslensku krónunnar eru núna klárlega komnar fram. Ferðamenn eyða minna, ferðamenn dveljast skemur og fara minna út á land. Það er ákveðið áhyggjuefni,“ segir Þórir. Er hrun yfirvofandi vegna afkomubrests í ferðaþjónustu? „Nei, það held ég ekki. Ekki hrun. Það getur verið að þetta sé svipuð niðursveifla og við upplifðum 2001 eftir mjög gott ár árið 2000.“ Þórir segir að óvissan um gengi krónunnar sé stærsta vandamálið og stjórnvöld verði að bregðast við því. „Það er bara alveg nauðsynlegt að stoppa þetta flökt á krónunni. Menn hafa talað um að lækka stýrivexti, það mun hafa mikil áhrif. Seðlabankinn verður að girða sig í brók og með öllum tiltækum ráðum, koma böndum á þetta flökt á krónunni,“ segir Þórir Garðarsson. Stýrivextir eða meginvextir Seðlabankans eru vextir af sjö daga bundnum innlánum lánastofnana hjá Seðlabankanum og voru þessir vextir lækkaðir um 0,25 prósentur í 4,5 prósent hinn 14. júní síðastliðinn. Næsti vaxtaákvörðunardagur peningastefnunefndar Seðlabankans er hinn 23. ágúst næstkomandi.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Sjá meira