Segir æru ráðuneytisins vera í húfi vegna máls Roberts Downey Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. júlí 2017 22:08 Benedikt Erlingsson krefst svara. Fréttablaðið/Heiða Helgadóttir Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri segir æru ráðuneytisins og stjórnsýslunnar allrar vera í húfi. Ráðuneytið þurfi að svara fyrir þá ákvörðun að veita Robert Downey uppreist æru. Þetta segir hann í stöðuuppfærslu á Facebook. DV greindi fyrst frá. Benedikt er ósáttur við þá ákvörðun Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að greina ekki frá nöfnum þeirra einstaklinga sem vottuðu um góða hegðun Roberts Downey. Sjá einnig: Mun ekki birta nöfn þeirra sem vottuðu um góða hegðun Roberts DowneyRobert Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, hlaut lögmannsréttindi á ný þann 15. júní síðastliðinn. Robert hafði áður verið dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum og hafði héraðsdómur áður einnig fallist á beiðni hans um að hann fengi lögmannsréttindin aftur. Meðal skilyrða þess að fá uppreist æru er að tveir einstaklingar sendi inn umsögn um góða hegðun viðkomandi. Í tilkynningu ráðuneytisins er vísað í að viðkvæmar persónuupplýsingar séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. „Af þeim sökum afhendir ráðuneytið ekki gögn er varða einstaka umsóknir um uppreist æru.“ Benedikt segir í stöðuuppfærslu sinni að með því að neita almenningi um þessar upplýsingar sé mannorð og æra fjölda heiðarlegs fólks sem starfi í ráðuneytinu í húfi. Hann bætir auk þess við: „Þvi ef þessu verður ekki svarað og hinir „valinkunnu menn“ verða áfram „huldumenn“ ef gögn finnast ekki og yfirhylming og undanbrögðum verður áfram beitt fer sá grunur að skjóta rótum að hér geti verið um að ræða NET BARNANÍÐINGA sem teygir sig gegnum stjórnsýsluna og upp í gegnum Innanríkisráðuneytið.“Stöðuuppfærslan í heild sinni: Tengdar fréttir Í hvers konar samfélagi viljum við búa? Þannig er nefnilega mál með vexti að báðir eigum við tvær dætur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Samtals fjórar stúlkur. Á ýmsan hátt hefur þeim verið nauðgað, þær beittar ofbeldi og misnotaðar kynferðislega. Þeirri fimmtu var byrluð ólyfjan en henni komið undir læknishendur áður en frekari glæpir áttu sér stað. 13. júlí 2017 06:00 Robert Downey kærður fyrir kynferðisbrot á ný Lögð var fram kæra hjá lögreglu í gær gegn Robert Downey fyrir samskonar brot og hann var sakfelldur fyrir árið 2008 6. júlí 2017 19:14 Viðbrögðin hafa rétt við bakið á þolendum Róberts Downey Vinna er hafin við frumvarp sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram í haust, um breytingar á uppreist æru. Faðir stelpu sem hefur orðið fyrir ofbeldi fagnar frumvarpinu og vill halda áfram að ræða þessi mál. Enn fást engin svör frá 15. júlí 2017 07:00 Býður fram aðstoð fyrir fórnarlömb Roberts Downey Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segir að séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. 7. júlí 2017 06:00 „Getum ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel“ Eiga fimm dætur sem allar hafa verið beittar kynferðisofbeldi. Brotin áttu sér öll stað áður en þær urðu tvítugar. 13. júlí 2017 07:27 Þingnefnd ræðir reglur um uppreist æru á sérstökum sumarfundi Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri segir æru ráðuneytisins og stjórnsýslunnar allrar vera í húfi. Ráðuneytið þurfi að svara fyrir þá ákvörðun að veita Robert Downey uppreist æru. Þetta segir hann í stöðuuppfærslu á Facebook. DV greindi fyrst frá. Benedikt er ósáttur við þá ákvörðun Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að greina ekki frá nöfnum þeirra einstaklinga sem vottuðu um góða hegðun Roberts Downey. Sjá einnig: Mun ekki birta nöfn þeirra sem vottuðu um góða hegðun Roberts DowneyRobert Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, hlaut lögmannsréttindi á ný þann 15. júní síðastliðinn. Robert hafði áður verið dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum og hafði héraðsdómur áður einnig fallist á beiðni hans um að hann fengi lögmannsréttindin aftur. Meðal skilyrða þess að fá uppreist æru er að tveir einstaklingar sendi inn umsögn um góða hegðun viðkomandi. Í tilkynningu ráðuneytisins er vísað í að viðkvæmar persónuupplýsingar séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. „Af þeim sökum afhendir ráðuneytið ekki gögn er varða einstaka umsóknir um uppreist æru.“ Benedikt segir í stöðuuppfærslu sinni að með því að neita almenningi um þessar upplýsingar sé mannorð og æra fjölda heiðarlegs fólks sem starfi í ráðuneytinu í húfi. Hann bætir auk þess við: „Þvi ef þessu verður ekki svarað og hinir „valinkunnu menn“ verða áfram „huldumenn“ ef gögn finnast ekki og yfirhylming og undanbrögðum verður áfram beitt fer sá grunur að skjóta rótum að hér geti verið um að ræða NET BARNANÍÐINGA sem teygir sig gegnum stjórnsýsluna og upp í gegnum Innanríkisráðuneytið.“Stöðuuppfærslan í heild sinni:
Tengdar fréttir Í hvers konar samfélagi viljum við búa? Þannig er nefnilega mál með vexti að báðir eigum við tvær dætur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Samtals fjórar stúlkur. Á ýmsan hátt hefur þeim verið nauðgað, þær beittar ofbeldi og misnotaðar kynferðislega. Þeirri fimmtu var byrluð ólyfjan en henni komið undir læknishendur áður en frekari glæpir áttu sér stað. 13. júlí 2017 06:00 Robert Downey kærður fyrir kynferðisbrot á ný Lögð var fram kæra hjá lögreglu í gær gegn Robert Downey fyrir samskonar brot og hann var sakfelldur fyrir árið 2008 6. júlí 2017 19:14 Viðbrögðin hafa rétt við bakið á þolendum Róberts Downey Vinna er hafin við frumvarp sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram í haust, um breytingar á uppreist æru. Faðir stelpu sem hefur orðið fyrir ofbeldi fagnar frumvarpinu og vill halda áfram að ræða þessi mál. Enn fást engin svör frá 15. júlí 2017 07:00 Býður fram aðstoð fyrir fórnarlömb Roberts Downey Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segir að séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. 7. júlí 2017 06:00 „Getum ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel“ Eiga fimm dætur sem allar hafa verið beittar kynferðisofbeldi. Brotin áttu sér öll stað áður en þær urðu tvítugar. 13. júlí 2017 07:27 Þingnefnd ræðir reglur um uppreist æru á sérstökum sumarfundi Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Í hvers konar samfélagi viljum við búa? Þannig er nefnilega mál með vexti að báðir eigum við tvær dætur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Samtals fjórar stúlkur. Á ýmsan hátt hefur þeim verið nauðgað, þær beittar ofbeldi og misnotaðar kynferðislega. Þeirri fimmtu var byrluð ólyfjan en henni komið undir læknishendur áður en frekari glæpir áttu sér stað. 13. júlí 2017 06:00
Robert Downey kærður fyrir kynferðisbrot á ný Lögð var fram kæra hjá lögreglu í gær gegn Robert Downey fyrir samskonar brot og hann var sakfelldur fyrir árið 2008 6. júlí 2017 19:14
Viðbrögðin hafa rétt við bakið á þolendum Róberts Downey Vinna er hafin við frumvarp sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram í haust, um breytingar á uppreist æru. Faðir stelpu sem hefur orðið fyrir ofbeldi fagnar frumvarpinu og vill halda áfram að ræða þessi mál. Enn fást engin svör frá 15. júlí 2017 07:00
Býður fram aðstoð fyrir fórnarlömb Roberts Downey Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segir að séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. 7. júlí 2017 06:00
„Getum ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel“ Eiga fimm dætur sem allar hafa verið beittar kynferðisofbeldi. Brotin áttu sér öll stað áður en þær urðu tvítugar. 13. júlí 2017 07:27
Þingnefnd ræðir reglur um uppreist æru á sérstökum sumarfundi Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru. 17. júlí 2017 06:00