Mikið stress og Söru Björk leið ekki vel eftir Frakkaleikinn 2009 Kolbeinn Tumi Daðason í Tilburg skrifar 17. júlí 2017 17:15 Sara Björk viðurkennir að hafa verið stressuð fyrir Frakkaleikinn fyrir átta árum. Hún er reynslunni ríkari. Vísir/Tom Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins, segir allt annað dæmi í gangi á EM 2017 en EM 2009 hjá okkar stelpum. Sara var í byrjunarliði Íslands í fyrsta leik kvennalandsliðsins á stórmóti, í Finnlandi fyrir átta árum, þar sem andstæðingurinn var einmitt Frakkland. Leikurinn tapaðist 3-1 og íslenska liðið hefur oft spilað betur. „Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn,“ sagði Sara á blaðamannafundi landsliðsins í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir gaf íslenska liðinu draumabyrjun með skallamarki eftir sex mínútur en svo tóku Frakkar við. Markvörður þeirra varði meira að segja vítaspyrnu Margrétar Láru í stöðunni 2-1.Leið ekki vel eftir leik „Ég man bara að mér leið ekki vel eftir leikinn,“ segir Sara Björk. Þær hafi hins vegar lært mikið af mótinu. „Við erum orðnir betri leikmenn og með betra lið. Við erum reynslumiklar, búnar að fara á tvö stórmót núna. Það er komin meiri reynsla í liðið og við erum orðnar miklu betri. Þá var Freyr spurður út í hvernig síðustu 24 tímarnir fram að leik yrðu nýttir. Liðið er búið að koma sér fyrir á hóteli hér í Tilburg en heldur svo aftur til Ermelo eftir leikinn á morgun. „Það verður æfing núna á vellinum sem snýst fyrst og síðast um andlegan undirbúning. Við erum búin að æfa allt,“ sagði Freyr. Í kvöld muni einhverjir horfa á Þýskaland Svíþjóð en annars sé frjáls tími á hótelinu.Snýst á endanum um fótboltaleik „Á morgun förum við aðeins yfir föst leikatriði. Þetta snýst núna um að halda fókus. Það er búið að vera mikið tal um þetta og mikil spenna í kringum athyglina sem liðið hefur fengið. Ég vona að þið sýnið því skilning fyrir athygli þjóðarinnar en á endanum snýst þetta um það að við erum að fara að spila fótboltaleik,“ sagði Freyr ákveðinn. „Við erum að hjálpa þeim að einbeita sér að því að spila leikinn. Þær vita að ef þær skilja allt eftir á vellinum á morgun þá verða allir stoltir af þeim.“Fundinn í heild má sjá hér að neðan en Sara svarar spurningunni eftir um 21 mínútu.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina Sport Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Handbolti Fleiri fréttir Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins, segir allt annað dæmi í gangi á EM 2017 en EM 2009 hjá okkar stelpum. Sara var í byrjunarliði Íslands í fyrsta leik kvennalandsliðsins á stórmóti, í Finnlandi fyrir átta árum, þar sem andstæðingurinn var einmitt Frakkland. Leikurinn tapaðist 3-1 og íslenska liðið hefur oft spilað betur. „Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn,“ sagði Sara á blaðamannafundi landsliðsins í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir gaf íslenska liðinu draumabyrjun með skallamarki eftir sex mínútur en svo tóku Frakkar við. Markvörður þeirra varði meira að segja vítaspyrnu Margrétar Láru í stöðunni 2-1.Leið ekki vel eftir leik „Ég man bara að mér leið ekki vel eftir leikinn,“ segir Sara Björk. Þær hafi hins vegar lært mikið af mótinu. „Við erum orðnir betri leikmenn og með betra lið. Við erum reynslumiklar, búnar að fara á tvö stórmót núna. Það er komin meiri reynsla í liðið og við erum orðnar miklu betri. Þá var Freyr spurður út í hvernig síðustu 24 tímarnir fram að leik yrðu nýttir. Liðið er búið að koma sér fyrir á hóteli hér í Tilburg en heldur svo aftur til Ermelo eftir leikinn á morgun. „Það verður æfing núna á vellinum sem snýst fyrst og síðast um andlegan undirbúning. Við erum búin að æfa allt,“ sagði Freyr. Í kvöld muni einhverjir horfa á Þýskaland Svíþjóð en annars sé frjáls tími á hótelinu.Snýst á endanum um fótboltaleik „Á morgun förum við aðeins yfir föst leikatriði. Þetta snýst núna um að halda fókus. Það er búið að vera mikið tal um þetta og mikil spenna í kringum athyglina sem liðið hefur fengið. Ég vona að þið sýnið því skilning fyrir athygli þjóðarinnar en á endanum snýst þetta um það að við erum að fara að spila fótboltaleik,“ sagði Freyr ákveðinn. „Við erum að hjálpa þeim að einbeita sér að því að spila leikinn. Þær vita að ef þær skilja allt eftir á vellinum á morgun þá verða allir stoltir af þeim.“Fundinn í heild má sjá hér að neðan en Sara svarar spurningunni eftir um 21 mínútu.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina Sport Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Handbolti Fleiri fréttir Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sjá meira