Kjötið og loftslagsváin Sindri Sigurgeirsson skrifar 17. júlí 2017 14:19 Þorbjörn Þórðarson, blaðamaður á Fréttablaðinu, ritaði grein á dögunum þar sem hann bendir á að kjötneysla mannsins og framleiðsluhættir í landbúnaði séu veigameiri þáttur í loftslagsbreytingum en notkun á jarðefnaeldsneyti á ökutæki. Það er rétt að metanlosun frá búfénaði er þónokkur og landnotkun hefur áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Innan landbúnaðarins eru mörg tækifæri til þess að berjast gegn loftslagsvánni og bændur um allan heim bera þar mikla ábyrgð ásamt stjórnvöldum og almenningi. Það er hins vegar töluverð einföldun að benda á kjötframleiðslu sem einhvern sökudólg í þessum efnum umfram aðra. Við komumst ekki hjá því að framleiða mat fyrir sístækkandi hóp jarðarbúa. Hins vegar er hægt að grípa til skjótra aðgerða í ýmsum öðrum málaflokkum sem telja mikið, t.d. minnka mengun vegna notkunar jarðefnaeldsneytis, án þess að það skerði lífsgæði okkar teljanlega. Neysluhegðun fólks hefur mikil áhrif og þar þarf hver og einn að leggja sitt af mörkum, hvort sem er í matarinnkaupum, umgengni við náttúruna, fjölda flugferða á ári eða við val á ökutækjum. Flutningur á matvælum heimshorna á milli hefur líka sitt að segja og þess vegna er það kostur að þjóðir framleiði eigin mat eins og hægt er.Unnið að lausnumMatvælaframleiðendur um allan heim eru mjög berskjaldaðir gagnvart loftlagsbreytingum og standa frammi fyrir miklum áskorunum vegna breytts veðurfars. Í flestum löndum heims vinna bændur og búvísindafólk að því að finna lausnir til þess að landbúnaður geti mætt þeim áskorunum sem loftslagsvandinn hefur í för með sér. Nánast allar þær þjóðir sem hafa sett fram áætlanir vegna loftlagsbreytinga tala um aðgerðir í landbúnaði en hins vegar eyða þær aðeins hluta þess fjármagns sem lagt er til í aðgerðir til þess að taka á vandanum. Þetta er gert þrátt fyrir að í landbúnaði sé að finna mörg tækifæri til þess að hafa jákvæð áhrif með þekktum tækninýjungum og nýjum lausnum. Fjármögnun nýrra leiða í landbúnaði er oft á tíðum torsótt þar sem áhættan er jafnan mikil og verkefnin ekki mjög arðbær í augum fjárfesta.Hvað er til ráða?Í landbúnaði eru þær aðgerðir sem einkum er horft til í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum breytt og bætt landnýting og fóðrun búpenings, aukin sjálfbærni og breytt notkun orkugjafa, aðlögun að breyttu loftslagi og tækniþróun, minni matarsóun og bætt nýting hráefna, ábyrg áburðarnotkun, kolefnisbinding og nýting metans til orkuframleiðslu. Hér á landi hafa lausnir á borð við aukna skógrækt sem kolefnisjöfnunaraðgerð og endurheimt votlendis einkum verið í umræðunni. Loftlagsbreytingarnar hafa nú þegar aukið átök um mörg þau landsvæði sem hægt er að nýta til matvælaframleiðslu í heiminum. Upptök átaka og flóttamannastraumur á í ýmsum tilvikum rætur sínar að rekja til baráttu um ræktarland og aðgang að vatni. Framkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, José Graziano da Silva, hefur sagt að það verði enginn friður í heiminum án þess að takast á við matvælaöryggi og eyða hungri. Það verði hins vegar enginn matur án þess að takast á við loftslagsmálin. Þessi orð framkvæmdastjóra FAO sýna í hnotskurn að loftslagsmálin eru margslungin og vandmeðfarin. Það að tala um landbúnað og kjötneyslu sem ráðandi orsök loftslagsvandans er mikil einföldun.Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Út úr kú Það er algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú. 13. júlí 2017 07:00 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þorbjörn Þórðarson, blaðamaður á Fréttablaðinu, ritaði grein á dögunum þar sem hann bendir á að kjötneysla mannsins og framleiðsluhættir í landbúnaði séu veigameiri þáttur í loftslagsbreytingum en notkun á jarðefnaeldsneyti á ökutæki. Það er rétt að metanlosun frá búfénaði er þónokkur og landnotkun hefur áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Innan landbúnaðarins eru mörg tækifæri til þess að berjast gegn loftslagsvánni og bændur um allan heim bera þar mikla ábyrgð ásamt stjórnvöldum og almenningi. Það er hins vegar töluverð einföldun að benda á kjötframleiðslu sem einhvern sökudólg í þessum efnum umfram aðra. Við komumst ekki hjá því að framleiða mat fyrir sístækkandi hóp jarðarbúa. Hins vegar er hægt að grípa til skjótra aðgerða í ýmsum öðrum málaflokkum sem telja mikið, t.d. minnka mengun vegna notkunar jarðefnaeldsneytis, án þess að það skerði lífsgæði okkar teljanlega. Neysluhegðun fólks hefur mikil áhrif og þar þarf hver og einn að leggja sitt af mörkum, hvort sem er í matarinnkaupum, umgengni við náttúruna, fjölda flugferða á ári eða við val á ökutækjum. Flutningur á matvælum heimshorna á milli hefur líka sitt að segja og þess vegna er það kostur að þjóðir framleiði eigin mat eins og hægt er.Unnið að lausnumMatvælaframleiðendur um allan heim eru mjög berskjaldaðir gagnvart loftlagsbreytingum og standa frammi fyrir miklum áskorunum vegna breytts veðurfars. Í flestum löndum heims vinna bændur og búvísindafólk að því að finna lausnir til þess að landbúnaður geti mætt þeim áskorunum sem loftslagsvandinn hefur í för með sér. Nánast allar þær þjóðir sem hafa sett fram áætlanir vegna loftlagsbreytinga tala um aðgerðir í landbúnaði en hins vegar eyða þær aðeins hluta þess fjármagns sem lagt er til í aðgerðir til þess að taka á vandanum. Þetta er gert þrátt fyrir að í landbúnaði sé að finna mörg tækifæri til þess að hafa jákvæð áhrif með þekktum tækninýjungum og nýjum lausnum. Fjármögnun nýrra leiða í landbúnaði er oft á tíðum torsótt þar sem áhættan er jafnan mikil og verkefnin ekki mjög arðbær í augum fjárfesta.Hvað er til ráða?Í landbúnaði eru þær aðgerðir sem einkum er horft til í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum breytt og bætt landnýting og fóðrun búpenings, aukin sjálfbærni og breytt notkun orkugjafa, aðlögun að breyttu loftslagi og tækniþróun, minni matarsóun og bætt nýting hráefna, ábyrg áburðarnotkun, kolefnisbinding og nýting metans til orkuframleiðslu. Hér á landi hafa lausnir á borð við aukna skógrækt sem kolefnisjöfnunaraðgerð og endurheimt votlendis einkum verið í umræðunni. Loftlagsbreytingarnar hafa nú þegar aukið átök um mörg þau landsvæði sem hægt er að nýta til matvælaframleiðslu í heiminum. Upptök átaka og flóttamannastraumur á í ýmsum tilvikum rætur sínar að rekja til baráttu um ræktarland og aðgang að vatni. Framkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, José Graziano da Silva, hefur sagt að það verði enginn friður í heiminum án þess að takast á við matvælaöryggi og eyða hungri. Það verði hins vegar enginn matur án þess að takast á við loftslagsmálin. Þessi orð framkvæmdastjóra FAO sýna í hnotskurn að loftslagsmálin eru margslungin og vandmeðfarin. Það að tala um landbúnað og kjötneyslu sem ráðandi orsök loftslagsvandans er mikil einföldun.Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands.
Út úr kú Það er algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú. 13. júlí 2017 07:00
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun