Logi: Rakið hugleysi hjá dómaranum að sleppa þessu Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2017 22:17 Logi var ósáttur með Ívar Örn dómara eftir leik. vísir/stefán Logi Ólafsson þjálfari Víkinga var ósáttur með Ívar Orra Kristjánsson dómara í lok leiks sinna manna gegn Val í kvöld. Valsmenn unnu 1-0 sigur og eru komnir með þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildarinnar. „Ég held að það sé alveg klárt. Þetta er rakið hugleysi hjá dómaranum að sleppa þessu. Það hefði verið annað gula og þá er maðurinn útaf. Það breytir auðvitað öllu í leikjum, þegar svona mikið er eftir að vera einum fleiri,“ sagði Logi í samtali við Vísi eftir leikinn á Víkingsvelli í kvöld. Atvikið sem hann á við var á 62.mínútu þegar Bjarni Ólafur Eiríksson leikmaður Vals virtist brjóta á Milos Ozegovic og hefði þá líklega átt að fá sitt annað gula spjald. Fyrri hálfleikur var fremur daufur og liðin gáfu fá færi á sér. Sá síðari var öllu fjörugri en varnir liðanna stóðu vel og stundum á kostnað sóknarleiksins. „Ég get nú ekki sagt að þetta hafi verið tilþrifalítið. Mér fannst þetta ágætis leikur og við vorum að spila gegn mjög góðu liði. Mér fannst leikurinn kaflaskiptur, þeir pressuðu mikið og við líka og þegar öllu er á botninn hvolft held ég að jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða.“ Mark Vals kom á 76.mínútu eftir mistök hjá Ívari Erni Jónssyni. Andri Adolphsson var nýkominn inn sem varamaður hjá Val og fór illa með Ívar áður en hann lagði boltann á Nicolas Böglid sem skoraði. „Við gerum mistök í markinu og gefum frá okkur boltann illa. Það getum við ekki leyft okkur á móti þeim,“ bætti Logi við. Þetta var fyrsti tapleikur Víkinga í deildinni undir stjórn Loga en liðið hafði leikið sex leiki í Pepsi-deildinni án þess að tapa. „Við einbeitum okkur bara að næsta verkefni og erum ekki að velta neinu öðru fyrir okkur,“ sagði Logi hinn rólegasti. Félagaskiptaglugginn opnaði á ný þann 15.júlí og hefur Óttar Magnús Karlsson, fyrrum leikmaður Víkinga, verið orðaður við endurkomu til liðsins. Logi sagði ekkert í gangi í þeim málum. „Það er ekkert ljóst hvað verður í leikmannamálum. Glugginn verður galopinn og við fylgjumst með hvað gerist þar,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Víkings að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Valur 0-1 | Bögild hetja Valsmanna í baráttuleik Nicolas Bögild skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Vals gegn Víking í 11. umferð Pepsi-deild karla en með sigrinum nær Valur þriggja stiga forskoti á toppi Pepsi-deildarinnar á Grindvíkinga sem eiga leik til góða. 16. júlí 2017 23:00 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Sjá meira
Logi Ólafsson þjálfari Víkinga var ósáttur með Ívar Orra Kristjánsson dómara í lok leiks sinna manna gegn Val í kvöld. Valsmenn unnu 1-0 sigur og eru komnir með þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildarinnar. „Ég held að það sé alveg klárt. Þetta er rakið hugleysi hjá dómaranum að sleppa þessu. Það hefði verið annað gula og þá er maðurinn útaf. Það breytir auðvitað öllu í leikjum, þegar svona mikið er eftir að vera einum fleiri,“ sagði Logi í samtali við Vísi eftir leikinn á Víkingsvelli í kvöld. Atvikið sem hann á við var á 62.mínútu þegar Bjarni Ólafur Eiríksson leikmaður Vals virtist brjóta á Milos Ozegovic og hefði þá líklega átt að fá sitt annað gula spjald. Fyrri hálfleikur var fremur daufur og liðin gáfu fá færi á sér. Sá síðari var öllu fjörugri en varnir liðanna stóðu vel og stundum á kostnað sóknarleiksins. „Ég get nú ekki sagt að þetta hafi verið tilþrifalítið. Mér fannst þetta ágætis leikur og við vorum að spila gegn mjög góðu liði. Mér fannst leikurinn kaflaskiptur, þeir pressuðu mikið og við líka og þegar öllu er á botninn hvolft held ég að jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða.“ Mark Vals kom á 76.mínútu eftir mistök hjá Ívari Erni Jónssyni. Andri Adolphsson var nýkominn inn sem varamaður hjá Val og fór illa með Ívar áður en hann lagði boltann á Nicolas Böglid sem skoraði. „Við gerum mistök í markinu og gefum frá okkur boltann illa. Það getum við ekki leyft okkur á móti þeim,“ bætti Logi við. Þetta var fyrsti tapleikur Víkinga í deildinni undir stjórn Loga en liðið hafði leikið sex leiki í Pepsi-deildinni án þess að tapa. „Við einbeitum okkur bara að næsta verkefni og erum ekki að velta neinu öðru fyrir okkur,“ sagði Logi hinn rólegasti. Félagaskiptaglugginn opnaði á ný þann 15.júlí og hefur Óttar Magnús Karlsson, fyrrum leikmaður Víkinga, verið orðaður við endurkomu til liðsins. Logi sagði ekkert í gangi í þeim málum. „Það er ekkert ljóst hvað verður í leikmannamálum. Glugginn verður galopinn og við fylgjumst með hvað gerist þar,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Víkings að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Valur 0-1 | Bögild hetja Valsmanna í baráttuleik Nicolas Bögild skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Vals gegn Víking í 11. umferð Pepsi-deild karla en með sigrinum nær Valur þriggja stiga forskoti á toppi Pepsi-deildarinnar á Grindvíkinga sem eiga leik til góða. 16. júlí 2017 23:00 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur R. - Valur 0-1 | Bögild hetja Valsmanna í baráttuleik Nicolas Bögild skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Vals gegn Víking í 11. umferð Pepsi-deild karla en með sigrinum nær Valur þriggja stiga forskoti á toppi Pepsi-deildarinnar á Grindvíkinga sem eiga leik til góða. 16. júlí 2017 23:00