Hamilton: Það er ólýsanleg tilfinninga að vinna hérna Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. júlí 2017 19:45 Lewis Hamilton var hoppandi kátur. Vísir/Getty Lewis Hamilton vann sína fimmtu keppni á Silverstone í dag. Hann var ósnertanlegur í dag og leiddi alla hringina. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Það er ólýsanleg tilfinning að vinna hérna, ég er stoltur af því að geta unnið fyrir ykkur. Liðið er búið að vera óskeikult í dag,“ sagði Lewis Hamilton sem var hoppandi kátur eftir keppnina. „Ég er ánægður með daginn. Þetta var erfið keppni, áætlun liðsins gekk alveg upp og sprungna dekkið hjá Kimi [Raikkonen] færði okkur annað sætið,“ sagði Valtteri Bottas sem ræsti níundi og endaði annar í dag. „Við náðum öllu út úr bílnum í dag. Það er bara þannig, þeir voru bara fljótari en við í dag. Ólukkan virðist elta okkur því stuttu eftir að ég sprengdi þá sprengdi Sebastian [Vettel] sem er ótrúlegt,“ sagði Kimi Raikkonen sem sprengdi dekk udir lokin og missti þriðja sætið og náði svo þriðja sætinu aftur. „Þetta kom okkur mikið á óvart. Þessi helgi var nú ekki stórslys fyrir liðið. Við vorum á réttu róli til að ná þriðja eða fjórða sæti. Ég festist fyrir aftan Max Verstappen og það skóp minn dag,“ sagði Sebastian Vettel sem hafnaði í sjöunda sæti. „Ferrari þurfti að sætta sig viðmikla óheppni, við höfum svosem fengið að finna fyrir óheppninni líka með höfuðkraga Lewis til að mynda í Bakú. Bottas var að aka mjög gáfulega í dag. Hann ók innan ramma dekkjanna og átti góða framúrakstra. Ég skil ekki af hverju fjölmiðlar reyna að skemma heima-hetjuna með algjörum uppspuna í vikunni fyrir heimakeppnina,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Ég hefði ekki getað endað ofar held ég. Ég ímynda mér að gólfplatan í bílnum hafi skaddast aðeins þegar ég fór út af. Ég var bara að búa mér til meiri spennu í dag. Ég naut þess,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fimmti í dag eftir að hafa ræst af stað 19. „Ég vissi að ég var hægari en Vettel en ég gerði allt til að halda honum fyrir aftan mig. Það var gaman að glíma við hann og honum tókst ekki að taka fram úr mér á brautinni, sem er jákvætt,“ sagði Max Verstappen sem varð fjórði í dag. „Við áttum góða helgi og það er gott að sjá að vinnan er að skila sér. Þessi braut hentar bílnum vel. Þess vegna erum við að landa verðskulduðum átta stigum,“ sagði Nico Hulkenberg sem varð sjötti í dag. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes vann sinn fjórða breska kappakstur í röð í dag. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari. 16. júlí 2017 13:30 Lewis Hamilton heldur ráspólnum Lewis Hamilton á Mercedes náði sínu 67. ráspól á ferlinum og þeim fimmta á Silverstone. Hann sætti rannsókn dómara keppninnar enda grunaður um að hægja á Romain Grosjean sem var að setja tímatökuhring. 15. júlí 2017 15:06 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton vann sína fimmtu keppni á Silverstone í dag. Hann var ósnertanlegur í dag og leiddi alla hringina. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Það er ólýsanleg tilfinning að vinna hérna, ég er stoltur af því að geta unnið fyrir ykkur. Liðið er búið að vera óskeikult í dag,“ sagði Lewis Hamilton sem var hoppandi kátur eftir keppnina. „Ég er ánægður með daginn. Þetta var erfið keppni, áætlun liðsins gekk alveg upp og sprungna dekkið hjá Kimi [Raikkonen] færði okkur annað sætið,“ sagði Valtteri Bottas sem ræsti níundi og endaði annar í dag. „Við náðum öllu út úr bílnum í dag. Það er bara þannig, þeir voru bara fljótari en við í dag. Ólukkan virðist elta okkur því stuttu eftir að ég sprengdi þá sprengdi Sebastian [Vettel] sem er ótrúlegt,“ sagði Kimi Raikkonen sem sprengdi dekk udir lokin og missti þriðja sætið og náði svo þriðja sætinu aftur. „Þetta kom okkur mikið á óvart. Þessi helgi var nú ekki stórslys fyrir liðið. Við vorum á réttu róli til að ná þriðja eða fjórða sæti. Ég festist fyrir aftan Max Verstappen og það skóp minn dag,“ sagði Sebastian Vettel sem hafnaði í sjöunda sæti. „Ferrari þurfti að sætta sig viðmikla óheppni, við höfum svosem fengið að finna fyrir óheppninni líka með höfuðkraga Lewis til að mynda í Bakú. Bottas var að aka mjög gáfulega í dag. Hann ók innan ramma dekkjanna og átti góða framúrakstra. Ég skil ekki af hverju fjölmiðlar reyna að skemma heima-hetjuna með algjörum uppspuna í vikunni fyrir heimakeppnina,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Ég hefði ekki getað endað ofar held ég. Ég ímynda mér að gólfplatan í bílnum hafi skaddast aðeins þegar ég fór út af. Ég var bara að búa mér til meiri spennu í dag. Ég naut þess,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fimmti í dag eftir að hafa ræst af stað 19. „Ég vissi að ég var hægari en Vettel en ég gerði allt til að halda honum fyrir aftan mig. Það var gaman að glíma við hann og honum tókst ekki að taka fram úr mér á brautinni, sem er jákvætt,“ sagði Max Verstappen sem varð fjórði í dag. „Við áttum góða helgi og það er gott að sjá að vinnan er að skila sér. Þessi braut hentar bílnum vel. Þess vegna erum við að landa verðskulduðum átta stigum,“ sagði Nico Hulkenberg sem varð sjötti í dag.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes vann sinn fjórða breska kappakstur í röð í dag. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari. 16. júlí 2017 13:30 Lewis Hamilton heldur ráspólnum Lewis Hamilton á Mercedes náði sínu 67. ráspól á ferlinum og þeim fimmta á Silverstone. Hann sætti rannsókn dómara keppninnar enda grunaður um að hægja á Romain Grosjean sem var að setja tímatökuhring. 15. júlí 2017 15:06 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton vann á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes vann sinn fjórða breska kappakstur í röð í dag. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari. 16. júlí 2017 13:30
Lewis Hamilton heldur ráspólnum Lewis Hamilton á Mercedes náði sínu 67. ráspól á ferlinum og þeim fimmta á Silverstone. Hann sætti rannsókn dómara keppninnar enda grunaður um að hægja á Romain Grosjean sem var að setja tímatökuhring. 15. júlí 2017 15:06
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti